Enski boltinn

Sterling setti upp skemmti­legan svip og var fljótur á Twitter: „Phil Jones yrði stoltur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling í leiknum í gær.
Sterling í leiknum í gær. vísir/getty

Manchester City vann þægilegan sigur á Dinamo Zagreb er liðin mættust í Króatíu í gær en Englandsmeistararnir höfðu betur 4-1. Þeir voru fyrir leikinn komnir áfram í næstu umferð.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hreyfði þar af leiðandi aðeins við liðinu hjá City en Gabriel Jesus skoraði þrjú mörk og hinn ungi og efnilegi Phil Foden eitt.

Raheem Sterling byrjaði á bekknum en kom síðan af bekknum og hann var greinilega ekki sáttur með hvernig hann myndaðist á tímapunkti í leiknum og sló á létta strengi á Twitter.
Sterling birti myndina og skrifaði við hana að Phil Jones yrði stoltur af þessari mynd en mikið grín hefur verið gert að Jones, leikmanni Man. United, en svipir hans á myndum undanfarin ár hafa vakið athygli netverja.

City og Sterling verða í pottinum á morgun er dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun en Man. United verður í Evrópudeildarpottinum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.