Fótbolti

Segja Håland vera í Þýska­landi með Raiola

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland eftir tapið gegn Liverpool fyrr í vikunni.
Håland eftir tapið gegn Liverpool fyrr í vikunni. vísir/getty

Þýski miðillinn Ruhr Nachrichten og þýska útvarpsstöðin Radio 91,2 greina bæði frá því í morgun að norski framherjinn Erling Braut Håland sé lentur í Þýskalandi.

Miðlarnir segja frá því að norski framherjinn sé kominn til Þýskalands í viðræður við Dortmund með umboðsmanni sínum, hinum umdeilda Mino Raiola.

Håland, sem nú er á mála hjá Red Bull Salzburg, hefur farið algjörlega á kostum í Evrópuboltanum á leiktíðinni og skorað 28 mörk. Þar að auki hefur hann lagt upp sjö mörk.
Håland lék sína fyrstu Meistaradeildarleiki í vetur en Salzburg var í riðli með Liverpool, Napoli og Genk. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 8 mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Þar af skoraði hann þrjú mörk í fyrsta leiknum.

Mörg stærstu lið Evrópu voru talinn fylgjast með þessum nítján ára gamla norska pilti en ef marka má þýska miðla eru líkur á að hann færi sig yfir til Þýskalands í janúar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.