Golf

Sportpakkinn: Tiger Woods ekki kátur eftir fyrsta dag Forsetabikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ernie Els, fyrirliði heimsúrvalsins, fagnar með  C.T. Pan í nótt.
Ernie Els, fyrirliði heimsúrvalsins, fagnar með C.T. Pan í nótt. Getty/Rob Carr

Heimsúrvalið er óvænt komið með góða forystu eftir fyrsta daginn í Forsetabikarnum í golfi en Bandaríkjamenn töpuðu fjórum af fimm fjórleikjum sínum í nótt. Arnar Björnsson skoðaði þessa óvæntu byrjun í Melbourne.

Heimsúrvalið byrjaði forsetabikarinn með látum á Royal Melbourne golfvellinum í gærkvöldi. Tiger Woods, fyrirliði úrvalslið Bandaríkjanna, og Justin Thomas unnu Marc Leishman og Joaquin Niemann í 1. leiknum í fjórbolta. Þetta var jafnframt 1. sigur Tigers í fjórbolta í forsetabikarnum. Hann hefur unnið 25 leiki í þessari keppni, aðeins Phil Mickelson hefur unnið fleiri, 26.

Heimsúrvalið, en evrópskir kylfingar eru ekki gjaldgengir í það, unnu næstu fjóra leiki.

Adam Hadwin og Sungje Im  sigruðu Patrick Cantley og Xander Schauffele 2 og 1

Byeong Hun Anog Adam Scott sigruðu Tony Finau og Bryson Dechambeau 2 og 1

Hideki Matsuyama og C.T. Pan sigruðu Patrick Reed og Webb Simpson á 18. holunni

Abraham Ancer og Louis Oosthuizen sigruðu  Gary Woodland og Dustin Johnson 4 og 3

Staðan er 4-1 fyrir heimsúrvalið.  Í kvöld verður keppt í fjórmenningi en þá mætast:

Adam Scott og Louis Oosthuizen gegn Matt Kuchar og Dustin Johnson

Joaquin Niemann og Adam Hadwin gegn Patrick Cantlay og Xander Schauffele

Hideki Matsuyama og Byeong Hun An gegn Tiger Woods og Justin Thomas

Cameron Smith og Sungjae Im gegn Ricky Fowler og Gary Woodland

„Þetta er aðeins öðru vísi en í síðustu forsetabikurum, frábær byrjun gegn ótrúlegu liði. Völlurinn var erfiður en golfið sem kylfingarnir buðu uppá var frábært. Margir fuglar og kylfingarnir að fá fín færi. Ég er stoltur af mínum mönnum, góð pútt á 17. brautinni og að ná að vinna þessa jöfnu leiki gegn öflugum mótherjum,“ sagði fyrirliðinn Ernie Els.

Áður en keppnin hófst lýstu kylfingarnir í alþjóðaliðinu góðri stemningu í hópnum. Ljóst er að Ernie Els hefur kveikt neista hjá kylfingunum. Els var ekki í vafa þegar hann var spurður hvers vegna hans menn hefðu unnið fjórboltann?

„Undirbúningurinn, þetta er alltaf sama gamla klisjan. Þú verður að búa þig undir keppnina og vera með einhverja áætlun. En það er nóg eftir en byrjunin er frábær. Við höfum ekki byrjað svona vel í mörg ár en við vitum að þetta er bara rétt að byrja. Við fögnum þessum áfanga og við þurfum að halda áfram,“ sagði Els.

Tiger Woods fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins var ekki jafn kátur: „Við þurfum að hafa fyrir sigrinum, þetta er ekki búið en þetta verður löng vika,“ sagði Tiger Woods.

Það má frétt Arnars Björnssonar um Forsetabikarinn hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Tiger Woods ekki kátur eftir fyrsta dag Forsetabikarsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×