Innlent

Á­kærður fyrir kyn­ferðis­lega á­reitni gegn tveimur sam­starfs­konum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Héraðssaksóknari fer með málið.
Héraðssaksóknari fer með málið. vísir/vilhelm

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni gagnvart tveimur samstarfskonum sínum. Brotin sem maðurinn er ákærður fyrir áttu sér stað á árunum 2014 og 2015 og varða þau við 199. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um kynferðislega áreitni.Maðurinn vann með konunum á veitingastað í Reykjavík. Gagnvart annarri þeirra er hann ákærður fyrir að hafa í nokkur skipti tekið utanklæða um rass hennar og kreist hann, í eitt skipti klipið hana í annað brjóstið utanklæða og í nokkur skipti kysst hana á munninn.Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa í nokkur skipti viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit konunnar við hana. Konan fer fram á að maðurinn greiði henni eina milljón í miskabætur.Gagnvart hinni konunni er maðurinn ákærður fyrir að hafa í nokkur skipti nuddað kynfærum sínum, utanklæða, við rass hennar. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í nokkur skipti tekið utan um rass hennar og brjóst og kreist og í nokkur skipti kysst hana á munninn.Að auki er maðurinn ákærður fyrir að hafa haft uppi kynferðisleg ummæli við konuna um útlit hennar og hvað hann myndi vilja gera með henni. Konan fer fram á að hann greiði henni tvær milljónir króna í miskabætur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.