Enski boltinn

Klopp fram­lengdi við Liver­pool til ársins 2024

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp verður áfram hjá Liverpool.
Jurgen Klopp verður áfram hjá Liverpool. vísir/getty

Jurgen Klopp hefur framlengt samning sinn við Liverpool og er hann nú með samning hjá félaginu til ársins 2024.Klopp hefur gert magnaða hluti eftir að hann kom til félagsins en liðið varð Evrópumeistari í vor eftir 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum í Madríd.Liðið hefur stöðugt verið að bæta sig undir stjórn þess þýska og er nú með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er einungis sextán umferðir eru búnar.Liðið einungis tapað sjö af síðustu hundrað leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp tók við Liverpool í október 2015 en hann skrifaði undir framlengingu á þeim samningi strax í júlí 2016. Sá samningur átti að gilda til sumarsins 2022 en hefur nú verið framlengdur um tvö ár.Liverpool-liðinu hefur gengið ótrúlega á árinu. Liðið hefur ekki tapað í 33 leikjum en Klopp hefur stjórnað Liverpool í 234 leikjum. Liðið hefur unnið 139 af þeim, gert 57 jafntefli og einungis tapað 38.

Liverpool spilar við fallbaráttulið Watford um helgina og má því búast við að sigurganga Liverpool haldi áfram en í liðinni viku tryggði liðið sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Salzburg.Fréttin hefur verið uppfærð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.