Handbolti

Hafþór Már: Næst á dagskrá er HM í pílukasti

Sæbjörn Þór Þórbergsson skrifar
Hafþór Már Vignisson í leik með Akureyri á móti ÍR í fyrra. Hann er nú leikmaður ÍR.
Hafþór Már Vignisson í leik með Akureyri á móti ÍR í fyrra. Hann er nú leikmaður ÍR. Vísir/Bára

„Það er mjög gott að komast í jólafrí með tvo punkta og enda á góðum nótum fyrir hlé,“ sagði Hafþór Már Vignisson, leikmaður ÍR, eftir átta marka sigur á HK í Olís-deild karla.

,,Nú getum við undirbúið okkur vel í undirbúningstímabili númer tvö og komum sterkir inn í lok janúar.“

HK tókst að minnka muninn í tvígang niður í seinni hálfleik, hvað gerist í upphafi seinni hálfleiks? Hafþór segir að liðið hafi verið undirbúið undir áhlaup frá heimamönnum. Í stað þess að standast áhlaupið þá töpuðu leikmenn ÍR boltanum sóknarlega og gerðu aulamistök varnarlega. Það hafi orsakað áhlaup heimamanna.

Hafþór var spurður út í sitt fyrsta hálfa ár hjá ÍR en hann gekk í raðir félagsins frá Akureyri eftir síðustu leiktíð.

„Þetta hefur verið mjög gott. Mér líður vel í ÍR og hér er fólk sem hefur trú á mér. Ég vissi það alveg þegar ákvörðunin var tekin. Ég er ánægður með fyrstu mánuðina en það er hægt að byggja ofan á þetta og enn margt sem hægt er að bæta.“

Hafþór var að lokum spurður út í hléið sem er framundan, hvað hyggst hann gera í hléinu?

„Ég þarf að vinna í einhverjum tæknilegum hlutum, það er ennþá hellingur sem ég þarf að bæta persónulega, bæði varnar- og sóknarlega.“

,,Fyrst ætla ég nú samt að fara á HM í pílu, það eru ennþá lausir miðar. Mæli með því að fólk skelli sér á það,“ sagði brosandi Hafþór að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×