Handbolti

Fyrsti sigur KA í fimm leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Örn Griffin skoraði sjö mörk fyrir KA.
Daníel Örn Griffin skoraði sjö mörk fyrir KA. vísir/bára

Eftir fjögur töp í röð vann KA mikilvægan sigur á Fjölni, 35-32, í Olís-deild karla í kvöld. KA-menn eru í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig.

Eins og svo oft áður á tímabilinu byrjuðu Fjölnismenn illa og eftir sex mínútur var staðan 5-0, KA-mönnum í vil. KA var fimm mörkum yfir í hálfleik, 20-15.

KA-menn náðu mest sex marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks, 22-16. Fjölnismenn svöruðu með 7-1 kafla og náðu að jafna, 23-23.

Lokakaflinn var mjög spennandi en KA-menn reyndust sterkari á svellinu þegar mest var undir, skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og unnu góðan sigur, 35-32.

Sigþór Gunnar Jónsson var markahæstur í liði KA með átta mörk. Daníel Örn Griffin skoraði sjö og þeir Dagur Gautason og Allan Norðberg sitt hvor fimm mörkin.

Goði Ingvar Sveinsson og Breki Dagsson skoruðu átta mörk hvor fyrir Fjölni sem er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.