Eftirlit með útgerðarfyrirtækjum í molum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. desember 2019 08:30 Fyrir réttu ári skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um eftirlit Fiskistofu. Þar kemur fram: Eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er ófullnægjandi og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Eftirlit stofnunarinnar með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Raunverulegur árangur þess er auk þess á huldu. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í stuttu máli þá hefur Fiskistofa hefur brugðist í öllum þremur verkefnunum sem hún á að sinna. Ófullnægjandi, veikburða og sinnir ekki eftirliti. Þetta er þreföld falleinkunn. Stofnunin veldur ekki hlutverki sínu. Vigtun: eftirlit takmarkað og ófullnægjandi Um vigtunina segir Rikisendurskoðun að árin 2013‒17 hafi eftirlit Fiskistofu, þar sem fulltrúi stofnunarinnar stóð yfir vigtun hjá vigtunarleyfishöfum, náð að meðaltali til innan við hálfs prósents af lönduðum afla hér á landi. Framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög og fyrirmæli stjórnvalda. Þá segir orðrétt í skýrslunni: „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri.“ Brottkast: eftirlit takmarkað, veikburða og ómarkvisst Álit Ríkisendurskoðunar varðandi eftirlit með brottkasti er líka áfellisdómur yfir Fiskistofu, sem og atvinnuvegaráðuneytinu og Hafrannsóknarstofnun. Bent er á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telji að brottkast sé óverulegt innan íslenska fiskveiðiflotans þrátt fyrir þá sterku hagrænu hvata sem eru til staðar. Þarna er einfaldlega bent á að ráðuneytið setji kíkinn fyrir blinda augað og láti eins og að í sjávarútvegi notfæri menn sér ekki auðsóttan fjárhagslegan ávinning sem brottkast og vanvigtun felur í sér. Þessi afstaða ráðuneytisins, sem er auðvitað afstaða pólitísks ráðherra, fellur meira undir trúarbrögð en staðreyndir. Látið er eins og að kvótakerfið sé hin fullkomna stjórnun og handhafar kvótans séu samfélag heilagra. Enda er talið að við þessar útópísku aðstæður þurfi ekkert eftirlit. Ríkisendurskoðun slær þessa bábilju út af borðinu með þessum orðum: „Hafrannsóknastofnun hefur ekki ráðist í neinar rannsóknir á tegundaháðu brottkasti í rúman áratug auk þess sem gagnasöfnun um lengdarháð brottkast hefur dregist talsvert saman undanfarin ár. Í ljósi þessa og að eftirlit með brottkasti er afar takmarkað, veikburða og ómarkvisst er ekki tilefni til fullyrðinga um umfang þess. Taka verði alvarlega áhyggjur og vísbendingar um að brottkast sé stundað.“ Samþjöppun ekki könnuð Ríkisendurskoðun segir að eftirlit Fiskistofu með samþjöppuninni sé fólgið í því að taka við tilkynningum frá handhöfum aflaheimilda og „verður ekki séð að Fiskistofa kanni yfirráð tengdra aðila yfir aflahluteildum með markvissum og reglubundum hætti í samræmi við ákvæði 13. gr. laga um stjórn fiskveiða.“ Með öðrum orðum: Eftirlitsstofnunin treystir á tilkynningar frá þeim sem hún á að hafa eftirlit með. Punktur. Engin viðbrögð ráðamanna Ríkisendurskoðun lagði fram tillögur til úrbóta svo Fiskistofa mynda sinna sínu hlutverki. Vigtunin yrði færð undir forræði Fiskistofu og endurviktunin tekin til rækilegrar endurskoðunar. Aðvitað þarf að skilja að vigtun og kvótahafann. Það blasir við að freistnivandinn er mikill þegar sá sem nýtir kvótann hefur yfirráð yfir vigtuninni. Sérhver Íslendingur man söguna af valdi dönsku faktoranna þar sem þeir sögðu búðarþjónum sínum að vigta vöru íslendinganna „rétt.“ Þá setti Ríkisendurskoðun fram tillögur varðandi brottkastið og samþjöppunina. Nú er liðið heilt ár frá því að Ríkisendurskoðun setti fram skýrslu sína. Ekkert hefur gerst sem nálgast það að framfylgja tillögum stofnunarinnar. Enn eru tugir stórra útgerðarfyrirtækja sem vigta „rétt“ og hafa til þess töluvert svigrúm. Enn er brottkast ekki viðurkennt og enn fá valdir útgerðarmenn að valsa um auðlinda og safna æ stærri hlut af henni undir veldi sitt. Þarfasti þjónninn Það þarf ekki mikið pólitískt innsæi til þess að átta sig á því hvers vegna ekkert gerist. Það er óttinn við útgerðarvaldið. Atgangur Samherja gagnvart fyrrverandi Seðlabankastjóra eru skýrasta dæmið. Fleiri stórfyrirtæki í atvinnugreininni sýna af sér viðlíka hegðun og valsa um eins og ríki í ríkinu. Bæði eftirlitsstofnanir og rannsóknarstofnanir í sjávarútvegi eru skjálfandi undir hæl ófyrirleitna valdsins og ráðherrar, einkum sjávarútvegsráðherrar, hafa einn af öðrum í langri röð verið eins og þarfasti þjónn handhafa veiðiheimildanna og leyfa þeim að meðhöndla þær sem sína eign. Svo yfirgengileg er þjónustulundin að Ríkisendurskoðun er nóg boðið og bregst við eins og Skúli forðum og vill láta vigta rétt, í þágu þjóðarinnar. Það eru orð í tíma töluð.Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Sjávarútvegur Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um eftirlit Fiskistofu. Þar kemur fram: Eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er ófullnægjandi og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Eftirlit stofnunarinnar með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Raunverulegur árangur þess er auk þess á huldu. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í stuttu máli þá hefur Fiskistofa hefur brugðist í öllum þremur verkefnunum sem hún á að sinna. Ófullnægjandi, veikburða og sinnir ekki eftirliti. Þetta er þreföld falleinkunn. Stofnunin veldur ekki hlutverki sínu. Vigtun: eftirlit takmarkað og ófullnægjandi Um vigtunina segir Rikisendurskoðun að árin 2013‒17 hafi eftirlit Fiskistofu, þar sem fulltrúi stofnunarinnar stóð yfir vigtun hjá vigtunarleyfishöfum, náð að meðaltali til innan við hálfs prósents af lönduðum afla hér á landi. Framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög og fyrirmæli stjórnvalda. Þá segir orðrétt í skýrslunni: „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri.“ Brottkast: eftirlit takmarkað, veikburða og ómarkvisst Álit Ríkisendurskoðunar varðandi eftirlit með brottkasti er líka áfellisdómur yfir Fiskistofu, sem og atvinnuvegaráðuneytinu og Hafrannsóknarstofnun. Bent er á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telji að brottkast sé óverulegt innan íslenska fiskveiðiflotans þrátt fyrir þá sterku hagrænu hvata sem eru til staðar. Þarna er einfaldlega bent á að ráðuneytið setji kíkinn fyrir blinda augað og láti eins og að í sjávarútvegi notfæri menn sér ekki auðsóttan fjárhagslegan ávinning sem brottkast og vanvigtun felur í sér. Þessi afstaða ráðuneytisins, sem er auðvitað afstaða pólitísks ráðherra, fellur meira undir trúarbrögð en staðreyndir. Látið er eins og að kvótakerfið sé hin fullkomna stjórnun og handhafar kvótans séu samfélag heilagra. Enda er talið að við þessar útópísku aðstæður þurfi ekkert eftirlit. Ríkisendurskoðun slær þessa bábilju út af borðinu með þessum orðum: „Hafrannsóknastofnun hefur ekki ráðist í neinar rannsóknir á tegundaháðu brottkasti í rúman áratug auk þess sem gagnasöfnun um lengdarháð brottkast hefur dregist talsvert saman undanfarin ár. Í ljósi þessa og að eftirlit með brottkasti er afar takmarkað, veikburða og ómarkvisst er ekki tilefni til fullyrðinga um umfang þess. Taka verði alvarlega áhyggjur og vísbendingar um að brottkast sé stundað.“ Samþjöppun ekki könnuð Ríkisendurskoðun segir að eftirlit Fiskistofu með samþjöppuninni sé fólgið í því að taka við tilkynningum frá handhöfum aflaheimilda og „verður ekki séð að Fiskistofa kanni yfirráð tengdra aðila yfir aflahluteildum með markvissum og reglubundum hætti í samræmi við ákvæði 13. gr. laga um stjórn fiskveiða.“ Með öðrum orðum: Eftirlitsstofnunin treystir á tilkynningar frá þeim sem hún á að hafa eftirlit með. Punktur. Engin viðbrögð ráðamanna Ríkisendurskoðun lagði fram tillögur til úrbóta svo Fiskistofa mynda sinna sínu hlutverki. Vigtunin yrði færð undir forræði Fiskistofu og endurviktunin tekin til rækilegrar endurskoðunar. Aðvitað þarf að skilja að vigtun og kvótahafann. Það blasir við að freistnivandinn er mikill þegar sá sem nýtir kvótann hefur yfirráð yfir vigtuninni. Sérhver Íslendingur man söguna af valdi dönsku faktoranna þar sem þeir sögðu búðarþjónum sínum að vigta vöru íslendinganna „rétt.“ Þá setti Ríkisendurskoðun fram tillögur varðandi brottkastið og samþjöppunina. Nú er liðið heilt ár frá því að Ríkisendurskoðun setti fram skýrslu sína. Ekkert hefur gerst sem nálgast það að framfylgja tillögum stofnunarinnar. Enn eru tugir stórra útgerðarfyrirtækja sem vigta „rétt“ og hafa til þess töluvert svigrúm. Enn er brottkast ekki viðurkennt og enn fá valdir útgerðarmenn að valsa um auðlinda og safna æ stærri hlut af henni undir veldi sitt. Þarfasti þjónninn Það þarf ekki mikið pólitískt innsæi til þess að átta sig á því hvers vegna ekkert gerist. Það er óttinn við útgerðarvaldið. Atgangur Samherja gagnvart fyrrverandi Seðlabankastjóra eru skýrasta dæmið. Fleiri stórfyrirtæki í atvinnugreininni sýna af sér viðlíka hegðun og valsa um eins og ríki í ríkinu. Bæði eftirlitsstofnanir og rannsóknarstofnanir í sjávarútvegi eru skjálfandi undir hæl ófyrirleitna valdsins og ráðherrar, einkum sjávarútvegsráðherrar, hafa einn af öðrum í langri röð verið eins og þarfasti þjónn handhafa veiðiheimildanna og leyfa þeim að meðhöndla þær sem sína eign. Svo yfirgengileg er þjónustulundin að Ríkisendurskoðun er nóg boðið og bregst við eins og Skúli forðum og vill láta vigta rétt, í þágu þjóðarinnar. Það eru orð í tíma töluð.Kristinn H. Gunnarsson
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar