Handbolti

Einar Ingi, Einar Birgir og Atli Ævar sluppu allir við bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson.
Einar Ingi Hrafnsson. Vísir/Bára

Olís deildar leikmennirnir Einar Ingi Hrafnsson, Einar Birgir Stefánsson og Atli Ævar Ingólfsson fá allir að spila fyrsta leik sinna liða eftir áramót þrátt fyrir rauð spjöld í síðustu umferð.

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur úrskurðað í málum allra þessara þriggja leikmanna og niðurstaðan hjá þeim öllum var að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota.

Næstu leikir í Olís deild karla í handbolta fara ekki fram fyrr en 28. janúar á næsta ári en deildin er farin í 44 daga frí vegna jóla, áramóta og Evrópumóts landsliða í janúar.

Hér fyrir neðan má sjá Úrskurð aganefndar HSÍ frá 17. desember 2019:

Örn Bjarni Halldórsson leikmaður ÍBV U hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar U og ÍBV U í mfl. ka. þann 14.12. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Einar Ingi Hrafnsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik Fram og Aftureldingar í mfl. ka. þann 14.12. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikmaðurinn hefur nú hlotið tvær útilokanir vegna brota sem falla undir reglu 8.5.

Einar Birgir Stefánsson leikmaður KA hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik KA og Fjölnis í mfl. ka. þann 15.12. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Atli Ævar Ingólfsson leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik Selfoss og Vals í mfl. ka. þann 15.12. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×