Handbolti

Frábær Aron í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron sækir að marki PSG í dag
Aron sækir að marki PSG í dag vísir/getty
Barcelona endar í fyrsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Paris Saint-Germain í toppslag í riðlinum.

Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir Barcelona og skoraði sex mörk í 35-32 sigrinum. Hann var markahæstur í liði Börsunga.

Guðjón Valur Sigurðsson átti einnig góðan leik fyrir PSG, hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum. Sander Sagosen var markahæstur með átta mörk.

PSG hafði leitt leikinn 17-16 í hálfleik en endaði á því að tapa með þremur mörkum í hörkuleik sem var mjög jafn allan tímann.

Barcelona endar því riðilinn í efsta sæti með 18 stig. Pick Szeged er í öðru sæti með 17 stig og PSG í því þriðja með 16.

GOG missti af möguleikanum að komast í umspilið úr D-riðli með tapi fyrir Dinamo Bucuresti.

GOG tapaði leiknum 31-32 á heimavelli sínum. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×