Umfjöllun: Sel­­foss - FH 31-37 | Bikarmeistararnir unnu Íslandsmeistarana

Hólmar Höskuldsson skrifar
Phil Döhler átti góðan leik í marki FH.
Phil Döhler átti góðan leik í marki FH. vísir/bára
Selfoss og FH áttust við hér í Hleðsluhöllinni mánudaginn 2. desember en FH-ingar báru sigur úr bítum 31-37 í hröðum og fjörugum leik.Mikið jafnræði var með liðunum lungað úr fyrri hálfleiknum og mikið um mörkin en munurinn var að mestu leiti í 1-3 marka mun fram að lokum fyrri hálfleiks en upp undir lokin þá fóru FH-ingar að sækja í sig veðrið og fara inn í hálfleik 14-19 yfir. FH-ingar bættu svo jafnt og þétt í og komust mest í 8 marka forskot en Selfoss klóraði aðeins í bakkann upp undir lokin og 6 marka munur 31:37 FH-ingum í vil lokatölur.Atli Ævar var markahæsti leikmaður Selfoss með 10 mörk úr 11 skotum og honum næstur var Hergeir með 6 mörk úr 10 skotum ásamt því að hann skapaði 7 færi og var með 5 stoðsendingar. Í liði FH var Ásbjörn Friðriksson atkvæðamestur með 9 mörk úr 15 skotum ásamt 8 sköpuðum færum og 6 stoðsendingum en Einar Rafn var honum næstur FH megin með 6 mörk úr 11 skotum og 6 sköpuð færum og 5 stoðsendingum.Með þessum úrslitum fer FH í 3. sæti deildarinnar upp fyrir Selfoss, Val og ÍR en ÍR-ingar eru jafnir þeim að stigum. Selfoss fellur aftur á móti niður um eitt sæti og situr nú í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Valur. Selfyssingar ekkert í vonlausri stöðu en eitt er víst að þeir væru alveg til í að vera ofar í töfluni. Pakkinn er aftur á móti þéttur í efstu 6 sætum deidlarinnar en einungis 6 stigum munar á 1. og 6. sæti.FH-ingar standa uppi sem sigurvegarar í þessum leik á kláruðum færum og fínum varnarleik. Selfyssingar voru í basli með FH-inga 1 á 1 og klúðruðu mikið utan af velli og úr hornum en megnið af mörkum Selfyssinga kom af línuni enda Atli með stórleik en samanlagt skoruðu Atli og Guðni 14 mörk úr 15 skotum sem myndi kallast vel yfir meðal lagi.Selfoss skaut annars einungis 42% úr hornunum eða 5/12 og 17% utan af velli eða 3/18 sem er allt annað en ásættanlegt þegar um er að tala lið á sama kaliberi og Selfoss er. FH nýtti aftur á móti sín færi vel og skutu 66% í heildina.Selfoss þarf að girða sig í brók fyrir næsta leik þegar þeir mæta ÍR en sá leikur er fremur mikilvægur upp á framhaldið enda ÍR bara 1 stigi fyrir ofan Selfoss.FH mætir hins vegar Val sem er sömuleiðis gríðarlega mikilvægur leikur þar sem FH á einungis 1 stig á Valsara og eins og sagt var hér fyrr í greininni þá er pakkinn 1.-6. sætið annsi þéttur pakki og er taflan sífellt á hreyfingu.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.