Mikilvægi tungumála í atvinnulífinu Birna Arnbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:00 Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar