Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 15:30 Þórir Hergeirsson að stýra norska landsliðinu. EPA-EFE/FILIP SINGER Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015. Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015.
Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira