Viðskipti innlent

Nýtt baðlón opnar í Kársnesi árið 2021

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona er vonast til að baðlónið í Kársnesi muni líta út.
Svona er vonast til að baðlónið í Kársnesi muni líta út. Mynd/Aðsend

Nýtt baðlón mun opna vestast á Kársnesi í Kópavogi 2021. Í fyrsta áfanga verkefnisins er gert ráð fyrir heitu baðlóni við sjóinn, kaldri laug og gufuböðum. Heildarverkefninu er skipt í nokkra áfanga og í þeim fyrsta verður framkvæmt fyrir um fjóra miljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum verkefnisins.

Í tilkynningu segir að verkefnið sé að fullu fjármagnað og framkvæmdir séu hafnar. Mikil viðbótaruppbygging er fyrirhuguð á lóð félagsins sem er um þrír hektarar að stærð. Þær framkvæmdir fela meðal annars í sér umtalsverðar stækkanir baðlónsins með tilheyrandi mannvirkjum.

Verkefnið er í eigu Nature Resort ehf. og hafa aðaleigendur félagsins, Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson, stýrt uppbyggingu þess á undanförnum árum í samvinnu við afþreyingar- og ferðaþjónustu fyrirtækið Pursuit.

Pursuit, sem opnaði nýverið Flyover Iceland á Fiskislóð, verður rekstraraðili baðlónsins. Dagný Hrönn Pétursdóttur, sem starfaði sem framkvæmdastjóri Bláa lónsins í tíu ár, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri.

Haft er eftir David Barry forstjóra Pursuit í tilkynningu að fyrirtækið sé afar spennt að bjóða upp á „einstaka baðlónsupplifun á höfuðborgarsvæðinu“. Þá segist Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi hlakka mikið til að sjá þetta metnaðarfulla verkefni rísa á næstu misserum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.