Fjórir sigrar í fjórum leikjum hjá Þóri og norsku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 13:00 Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu. Getty/Baptiste Fernandez/ Það gengur vel hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið er með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina á HM. Noregur vann fjórða leikinn sinn í röð þegar liðið mætti Angóla í dag og tryggði sér um leið endanlega sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta í Japan. Noregur, Holland og Svíþjóð bættust í hóp þeirra þjóða sem eru komnar áfram. Noregur vann sex marka sigur á Angóla, 30-24, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Angóla gerði góða hluti á móti norsku stelpunum í dag og það munaði aðeins einu marki á liðunum um miðjan seinni hálfleik. Norska liðið kláraði leikinn hins vegar með góðum endaspretti. Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu með sex mörk en síðan komu sex leikmenn með þrjú mörk eða þær Heidi Loke, Stine Bredal Oftedal, Kari Brattset, Marit Rosberg Jacobsen, Sanna Solberg og Marta Tomac. Það er ljóst að Þórir er með liðið sitt í góðu formi. Í síðustu þremur leikjum hafa norsku stelpurnar unnið fyrri hálfleikina með samtals 3 mörkum en seinni hálfleikina aftur á móti með 22 mörkum. Hollensku stelpurnar hafa heldur betur komið sér í gírinn eftir tapið óvænta á móti Slóveníu í fyrsta leik. Hollenska liðið tryggði sér sæti í milliriðlinum með þriðja stórsigrinum í röð en nú vann liðið þrettán marka sigur á Serbíu. Holland varð fyrsta liðið úr A-riðli til að tryggja sér sæti í milliriðli en eftir sigur Slóvena á Kúbu er ljóst að Serbía og Slóvenía spila hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Rússland hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna tíu marka sigur á heimastúlkum í Japan, 33-23. Rússnesku stelpurnar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu. Sænsku stelpurnar eru líka með fullt hús eftir sjö marka sigur á Argentínu, 30-23, en með honum tryggði sænska liðið sér endanlega sæti í milliriðli. Japan á enn möguleika að að komast áfram og nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Kína.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Slóvenía 26-39 Serbía - Holland 23-36 Noregur - Angóla 30-24Stig liðanna: Noregur 8, Holland 6, Serbía 4, Slóvenía 4, Angóla 2, Kúba 0.D-riðill Austur Kongó - Kína 25-24 Japan - Rússland 23-33 Svíþjóð - Argentína 30-23Stig liðanna: Rússland 8, Svíþjóð, Japan 4, Argentína 2, Austur Kongó 2, Kína 0. Handbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Sjá meira
Það gengur vel hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið er með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina á HM. Noregur vann fjórða leikinn sinn í röð þegar liðið mætti Angóla í dag og tryggði sér um leið endanlega sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta í Japan. Noregur, Holland og Svíþjóð bættust í hóp þeirra þjóða sem eru komnar áfram. Noregur vann sex marka sigur á Angóla, 30-24, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Angóla gerði góða hluti á móti norsku stelpunum í dag og það munaði aðeins einu marki á liðunum um miðjan seinni hálfleik. Norska liðið kláraði leikinn hins vegar með góðum endaspretti. Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu með sex mörk en síðan komu sex leikmenn með þrjú mörk eða þær Heidi Loke, Stine Bredal Oftedal, Kari Brattset, Marit Rosberg Jacobsen, Sanna Solberg og Marta Tomac. Það er ljóst að Þórir er með liðið sitt í góðu formi. Í síðustu þremur leikjum hafa norsku stelpurnar unnið fyrri hálfleikina með samtals 3 mörkum en seinni hálfleikina aftur á móti með 22 mörkum. Hollensku stelpurnar hafa heldur betur komið sér í gírinn eftir tapið óvænta á móti Slóveníu í fyrsta leik. Hollenska liðið tryggði sér sæti í milliriðlinum með þriðja stórsigrinum í röð en nú vann liðið þrettán marka sigur á Serbíu. Holland varð fyrsta liðið úr A-riðli til að tryggja sér sæti í milliriðli en eftir sigur Slóvena á Kúbu er ljóst að Serbía og Slóvenía spila hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Rússland hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna tíu marka sigur á heimastúlkum í Japan, 33-23. Rússnesku stelpurnar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu. Sænsku stelpurnar eru líka með fullt hús eftir sjö marka sigur á Argentínu, 30-23, en með honum tryggði sænska liðið sér endanlega sæti í milliriðli. Japan á enn möguleika að að komast áfram og nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Kína.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Slóvenía 26-39 Serbía - Holland 23-36 Noregur - Angóla 30-24Stig liðanna: Noregur 8, Holland 6, Serbía 4, Slóvenía 4, Angóla 2, Kúba 0.D-riðill Austur Kongó - Kína 25-24 Japan - Rússland 23-33 Svíþjóð - Argentína 30-23Stig liðanna: Rússland 8, Svíþjóð, Japan 4, Argentína 2, Austur Kongó 2, Kína 0.
Handbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Sjá meira