Golf

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn á lokamóti LET í Kenía

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles

Valdís Þóra Jónsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar en hafði bara eitt högg upp á að hlaupa.

Lokamót tímabilsins á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki fer fram 5.-8. desember í Kenía en það mót er jafnframt sextánda mótið hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili.

Valdís Þóra er í 57. sæti þegar keppni er hálfnuð í Kenía. Hún er á sex höggum yfir pari samtals (76-74) en niðurskurðurinn var við sjö högg yfir pari.

Valdís hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 9 mótum af alls 16. Besti árangur hennar á þessu tímabili er fimmta sætið.

Valdís Þóra er sem stendur í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni en 70 efstu sætin tryggja öruggt sæti á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Lokamótið eru því mikilvæg fyrir Valdísi Þóru hvað stöðu hennar á stigalistanum varðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.