Handbolti

Sigur hjá Þóri í fyrsta leik milli­riðilsins | Öll úr­slit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs.
Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs. vísir/getty

Noregur er komið með fjögur stig í milliriðli eitt á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem fram fer í Japan.

Noregur hafði betur gegn nágrönnum sínum í Damörku í morgun en eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik höfðu þær norsku betur, 22-19.

Í sama milliriðli vann Þýskaland mikilvægan sigur á Hollandi í toppleik milliriðilsins en Þýskaland vann 25-23 sigur. Þær eru þar af leiðandi með fimm stig en Holland fjögur líkt og Noregur.

Suður-Kórea tapaði með þremur mörkum, 36-33, fyrir Serbíu í milliriðli eitt en Serbía er eftir sigurinn kominn með sín fyrstu tvö stig í milliriðlinum.

Rússland er með fullt hús stiga í milliriðli tvö eftir níu marka sigur á Rúmeníu, 27-18, en Svartfjallaland vann svo 30-26 gegn heimastúlkum í Japan.

Svartfjallaland er í 3. sætinu með fjögur stig en Japan á botninum án stiga.

Öll úrslit dagsins:
Milliriðill 1:
Serbía - Suður Kórea 36-33
Holland - Þýskaland 23-25
Noregur - Danmörk 22-19
Staðan: Þýskaland 5 stig, Holland 4 stig, Noregur 4 stig, Suður Kórea 2 stig, Serbía 2 stig, Danmörk 1 stig.

Milliriðill 2:
Rúmenía - Rússland 18-27
Svartfjallaland - Japan 30-26
Spánn - Svíþjóð 28-28
Staðan: Rússland 6 stig, Spánn 5 stig, Svartfjallaland 4 stig, Svíþjóð 3 stig, Japan 0 stig, Rúmenía 0 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.