Handbolti

Sigur hjá Þóri í fyrsta leik milli­riðilsins | Öll úr­slit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs.
Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs. vísir/getty
Noregur er komið með fjögur stig í milliriðli eitt á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem fram fer í Japan.Noregur hafði betur gegn nágrönnum sínum í Damörku í morgun en eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik höfðu þær norsku betur, 22-19.Í sama milliriðli vann Þýskaland mikilvægan sigur á Hollandi í toppleik milliriðilsins en Þýskaland vann 25-23 sigur. Þær eru þar af leiðandi með fimm stig en Holland fjögur líkt og Noregur.Suður-Kórea tapaði með þremur mörkum, 36-33, fyrir Serbíu í milliriðli eitt en Serbía er eftir sigurinn kominn með sín fyrstu tvö stig í milliriðlinum.Rússland er með fullt hús stiga í milliriðli tvö eftir níu marka sigur á Rúmeníu, 27-18, en Svartfjallaland vann svo 30-26 gegn heimastúlkum í Japan.Svartfjallaland er í 3. sætinu með fjögur stig en Japan á botninum án stiga.Öll úrslit dagsins:

Milliriðill 1:

Serbía - Suður Kórea 36-33

Holland - Þýskaland 23-25

Noregur - Danmörk 22-19

Staðan: Þýskaland 5 stig, Holland 4 stig, Noregur 4 stig, Suður Kórea 2 stig, Serbía 2 stig, Danmörk 1 stig.Milliriðill 2:

Rúmenía - Rússland 18-27

Svartfjallaland - Japan 30-26

Spánn - Svíþjóð 28-28

Staðan: Rússland 6 stig, Spánn 5 stig, Svartfjallaland 4 stig, Svíþjóð 3 stig, Japan 0 stig, Rúmenía 0 stig.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.