Körfubolti

Allt eftir bókinni í Geysisbikarnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Daniella Morillo fór á kostum í dag
Daniella Morillo fór á kostum í dag vísir/bára

Geysisbikarinn í körfubolta hélt áfram að rúlla í dag og nú rétt í þessu var tveimur leikjum að ljúka.

Í kvennaflokki mættust nágrannarnir í Njarðvík og Keflavík í Ljónagryfjunni í Njarðvík en fyrrnefnda liðið leikur í B-deildinni á meðan Keflavíkurkonur eru í Dominos deildinni. Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta, 23-23, en þá tók úrvalsdeildarliðið öll völd og vann að lokum mjög öruggan sigur, 59-88.

Erna Freydís Traustadóttir og Jóhanna Lára Pálsdóttir gerðu 13 stig hvor fyrir Njarðvík en Daniela Wallen Morillo var allt í öllu hjá Keflavík með 17 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.

Í karlaflokki sótti Dominos deildarlið Fjölnis b-deildarlið Vestra heim á Ísafjörð. Þar tóku Fjölnismenn frumkvæðið snemma leiks og héldu því út allan leikinn. Lokatölur 68-85 fyrir Fjölni.

Viktor Moses gerði 30 stig fyrir Fjölni en Nebojsa Knezevic var stigahæstur heimamanna með 17 stig.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.