Íslendingar í sjötta sæti á nýjum lífskjaralista SÞ Heimsljós kynnir 9. desember 2019 10:15 UNDP Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum er ójöfnuður víða í heiminum sem setur til dæmis mark sitt á aðstæður ungu kynslóðarinnar, segir í nýrri skýrslu um lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna (HDI) sem birt var í morgun. Íslendingar eru í sjötta sæti skýrslunnar í ár, hafa hækkað um eitt sæti milli ára. Norðmenn eru í efsta sæti, þá Svisslendingar, Írar, Þjóðverjar og íbúar Hong Kong eru jafnir í fjórða sæti og Íslendingar og Ástralar í því sjötta.Human Development Report (HDI) skýrsla Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sýnir lífskjör eða lífsgæði íbúa heimsins. Í ár er sérstakri athygli beint að ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni segir að þótt munurinn í lífskjörum hafi minnkað hafi ójöfnuður tengdur menntun, tækni og loftslagsbreytingum leitt til mótmæla víðs vegar í heiminum. Verði ekki brugðist við ójöfnuði gæti hann leitt til meiri sundrungar en þekkst hefur frá dögum iðnbyltingarinnar, segir í skýrslunni.„Þessi skýrsla um þróun lífskjara sýnir hvernig kerfislegt misrétti skaðar samfélög okkar á djúpstæðan hátt og hvers vegna,“ sagði Achim Steiner framkvæmdastjóri UNDP þegar hann kynnti skýrsluna. „Ójöfnuður snýst ekki einungis um það hversu mikið einhver þénar í samanburði við aðra, heldur um ójafna dreifingu auðs og valds.“ Achim Steiner bætti við að ólíkar birtingarmyndir ójöfnuðar hefðu leitt til mótmæla á götum úti, hækkun farmiðaverða í lestir, verð á eldsneyti, kröfur um pólitískt frelsi, leit að sanngirni og réttlæti. „Þetta er hin nýja ásjóna ójöfnuðar,“ sagði hann. Í botnsætum listans eru Níger, Miðafríkulýðveldið, Tjad, Suður-Súdan, Búrúndi, Malí, Eritrea, Búrkina Fasó, Síerra Leóne, Mósambík og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Innlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Innlent Jón Nordal er látinn Innlent
Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum er ójöfnuður víða í heiminum sem setur til dæmis mark sitt á aðstæður ungu kynslóðarinnar, segir í nýrri skýrslu um lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna (HDI) sem birt var í morgun. Íslendingar eru í sjötta sæti skýrslunnar í ár, hafa hækkað um eitt sæti milli ára. Norðmenn eru í efsta sæti, þá Svisslendingar, Írar, Þjóðverjar og íbúar Hong Kong eru jafnir í fjórða sæti og Íslendingar og Ástralar í því sjötta.Human Development Report (HDI) skýrsla Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sýnir lífskjör eða lífsgæði íbúa heimsins. Í ár er sérstakri athygli beint að ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni segir að þótt munurinn í lífskjörum hafi minnkað hafi ójöfnuður tengdur menntun, tækni og loftslagsbreytingum leitt til mótmæla víðs vegar í heiminum. Verði ekki brugðist við ójöfnuði gæti hann leitt til meiri sundrungar en þekkst hefur frá dögum iðnbyltingarinnar, segir í skýrslunni.„Þessi skýrsla um þróun lífskjara sýnir hvernig kerfislegt misrétti skaðar samfélög okkar á djúpstæðan hátt og hvers vegna,“ sagði Achim Steiner framkvæmdastjóri UNDP þegar hann kynnti skýrsluna. „Ójöfnuður snýst ekki einungis um það hversu mikið einhver þénar í samanburði við aðra, heldur um ójafna dreifingu auðs og valds.“ Achim Steiner bætti við að ólíkar birtingarmyndir ójöfnuðar hefðu leitt til mótmæla á götum úti, hækkun farmiðaverða í lestir, verð á eldsneyti, kröfur um pólitískt frelsi, leit að sanngirni og réttlæti. „Þetta er hin nýja ásjóna ójöfnuðar,“ sagði hann. Í botnsætum listans eru Níger, Miðafríkulýðveldið, Tjad, Suður-Súdan, Búrúndi, Malí, Eritrea, Búrkina Fasó, Síerra Leóne, Mósambík og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Innlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Innlent Jón Nordal er látinn Innlent