Handbolti

Eyjamenn verðlauna líka stuðningsmann í hverjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleikinn á HK í gær.
Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleikinn á HK í gær. Mynd/ÍBV

Það er hefð fyrir því að félög velji besta leikmanninn í heimaleikjum sínum en Eyjamenn fara einu skrefi lengra.ÍBV vill ekki aðeins hrósa þeim sem eru inn á vellinum heldur einnig þeim sem eru í stúkunni.Eyjamenn eru þekktir fyrir að styðja frábærlega við bakið á handboltaliðum sínum og gera heimavöllinn sinn að einum þeim allra erfiðasta í handboltanum.Á heimaleikjum Eyjamanna í handboltanum í vetur verður hér eftir valinn Kráar-leikmaður leiksins ásamt því að dreginn er út aðili sem er Kráar-stuðningsmaður leiksins. Þessir aðilar fá svo glaðning frá Kránni að launum.Á laugardaginn var Friðrik Hólm Jónsson valinn Kráar-leikmaðurinn og Ómar Steinsson Kráar-stuðningsmaður dagsins.Í gær var svo Sunna Jónsdóttir valin Kráar-leikmaðurinn og Þóra Hallgrímsdóttir Kráar-stuðningsmaður dagsins. Meðfylgjandi er mynd af þeim stöllum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.