Handbolti

Eyjamenn verðlauna líka stuðningsmann í hverjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleikinn á HK í gær.
Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleikinn á HK í gær. Mynd/ÍBV

Það er hefð fyrir því að félög velji besta leikmanninn í heimaleikjum sínum en Eyjamenn fara einu skrefi lengra.

ÍBV vill ekki aðeins hrósa þeim sem eru inn á vellinum heldur einnig þeim sem eru í stúkunni.

Eyjamenn eru þekktir fyrir að styðja frábærlega við bakið á handboltaliðum sínum og gera heimavöllinn sinn að einum þeim allra erfiðasta í handboltanum.

Á heimaleikjum Eyjamanna í handboltanum í vetur verður hér eftir valinn Kráar-leikmaður leiksins ásamt því að dreginn er út aðili sem er Kráar-stuðningsmaður leiksins. Þessir aðilar fá svo glaðning frá Kránni að launum.

Á laugardaginn var Friðrik Hólm Jónsson valinn Kráar-leikmaðurinn og Ómar Steinsson Kráar-stuðningsmaður dagsins.

Í gær var svo Sunna Jónsdóttir valin Kráar-leikmaðurinn og Þóra Hallgrímsdóttir Kráar-stuðningsmaður dagsins. Meðfylgjandi er mynd af þeim stöllum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.