Handbolti

Stelpurnar hans Þóris unnu 31 marks sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir hefur tvisvar sinnum gert Noreg að heimsmeisturum.
Þórir hefur tvisvar sinnum gert Noreg að heimsmeisturum. vísir/getty
Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson stýrir, rúllaði yfir Kúbu, 47-16, í fyrsta leik sínum í A-riðli heimsmeistaramótsins í Japan.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var Noregur með mikla yfirburði í leiknum. Í hálfleik munaði 16 mörkum á liðunum, 25-9.

Camilla Harrem og Heidi Løke skoruðu átta mörk hvor fyrir Noreg og Sanna Solberg sjö.

Noregur komst í úrslit á síðasta HM þar sem liðið tapaði fyrir Frakklandi. Heimsmeistararnir fóru ekki vel af stað en þeir töpuðu fyrir Suður-Kóreu, 27-29, í B-riðli. Í sama riðli vann Svíþjóð tíu marka sigur á Kongó, 26-16.

Danmörk, þriðja Norðurlandaþjóðin á HM, rústaði Ástralíu, 37-12.

Þá vann Spánn stórsigur á Rúmeníu, 16-31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×