Viðskipti innlent

Íbúðaverð heldur áfram að hækka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í Hagsjánni segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,8% milli september og október en á móti lækkaði verð á sérbýli um 0,5%.
Í Hagsjánni segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,8% milli september og október en á móti lækkaði verð á sérbýli um 0,5%. vísir/vilhelm

Íbúðaverð hækkaði um 0,5% milli mánaða í október og er þetta þriðji mánuðurinn í röð þar sem íbúðaverð hækkar meira en um hálft prósentustig milli mánaða.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem vísað er í nýbirtar tölur Þjóðskrár Íslands um fasteignaverð.

Í Hagsjánni segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,8% milli september og október en á móti lækkaði verð á sérbýli um 0,5%. Þó er það tekið fram að talsvert flökt geti verið á verðþróun milli einstakra mánaða, sérstaklega á sérbýli, og því sé ekki óalgengt að það mælist af og til lækkun á því milli mánaða.

„Þetta er þriðji mánuðurinn í röð þar sem vegin hækkun íbúðaverðs milli mánaða mælist meira en hálft prósentustig. Það er töluverð breyting frá því sem mældist á vor-og sumarmánuðum þegar fasteignarmarkaðurinn var nær kyrrstæður,“ segir í Hagsjánni en fyrr í vikunni var greint frá því að kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 56,1% í október 2019 miðað við október í fyrra.

Þá greindi Landsbankinn frá því í gær að fjöldi viðskipta í október væri sá mesti síðan í júní 2007.

„Það eru því ákveðin teikn á lofti um að spenna sé að aukast á húsnæðismarkaði og eftirspurnin að taka við sér sem að óbreyttu veldur þrýstingi á verðlag. Hækkanirnar eru þó mjög hóflegar enn sem komið er og markaðurinn því nokkuð stöðugur,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem lesa má í heild sinni hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.