Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn á blússandi siglingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þegar október 2019 er borinn saman við september 2019 fjölgar kaupsamningum um 39,5% og velta eykst um 34,5%.
Þegar október 2019 er borinn saman við september 2019 fjölgar kaupsamningum um 39,5% og velta eykst um 34,5%. Vísir/vilhelm

Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 56,1% í október 2019 miðað við október í fyrra. Þá jókst velta á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu um 48,5% á sama tímabili. Fasteignavelta hefur þannig ekki verið meiri í rúmt ár, og raunar ekki síðan árið 2015, ef marka má frétt Viðskiptablaðsins.

Þetta kemur fram í tölum um fasteignamarkaðinn frá Þjóðskrá Íslands sem birtar voru fyrir helgi.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í október 2019 var 988. Heildarvelta nam 50,8 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 51,4 milljónir króna.

Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 38,3 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 10,7 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1,7 milljörðum króna.

Þegar október 2019 er borinn saman við september 2019 fjölgar kaupsamningum um 39,5% og velta eykst um 34,5%. Í september 2019 var 708 kaupsamningum þinglýst, velta nam 37,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 53,3 milljónir króna.

Þegar október 2019 er borinn saman við október 2018 fjölgar kaupsamningum um 56,1% og velta eykst um 48,5%. Í október 2018 var 633 kaupsamningum þinglýst, velta nam 34,2 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 54 milljónir króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.