Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn á blússandi siglingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þegar október 2019 er borinn saman við september 2019 fjölgar kaupsamningum um 39,5% og velta eykst um 34,5%.
Þegar október 2019 er borinn saman við september 2019 fjölgar kaupsamningum um 39,5% og velta eykst um 34,5%. Vísir/vilhelm
Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 56,1% í október 2019 miðað við október í fyrra. Þá jókst velta á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu um 48,5% á sama tímabili. Fasteignavelta hefur þannig ekki verið meiri í rúmt ár, og raunar ekki síðan árið 2015, ef marka má frétt Viðskiptablaðsins.Þetta kemur fram í tölum um fasteignamarkaðinn frá Þjóðskrá Íslands sem birtar voru fyrir helgi.Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í október 2019 var 988. Heildarvelta nam 50,8 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 51,4 milljónir króna.Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 38,3 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 10,7 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1,7 milljörðum króna.

Þegar október 2019 er borinn saman við september 2019 fjölgar kaupsamningum um 39,5% og velta eykst um 34,5%. Í september 2019 var 708 kaupsamningum þinglýst, velta nam 37,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 53,3 milljónir króna.Þegar október 2019 er borinn saman við október 2018 fjölgar kaupsamningum um 56,1% og velta eykst um 48,5%. Í október 2018 var 633 kaupsamningum þinglýst, velta nam 34,2 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 54 milljónir króna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.