Handbolti

„Hann var hálf meyr kallinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum á laugardaginn.
Úr leiknum á laugardaginn. vísir/skjáskot
Haukar lentu í engum vandræðum með Fjölni í Olís-deild karla á laugardagskvöldið en Haukarnir unnu átta marka sigur, 32-24.

Haukarnir voru sex mörkum yfir í háfleik, 16-10, og sigurinn var aldrei í hættu en allir útileikmenn Hauka komust á blað í leiknum.

„Það er styrkur Haukanna að vera með mikla breidd,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, annar spekingur Seinni bylgjunnar, á mánudagskvöldið og hélt áfram:

„Ég er sammála því sem Gunni segir að þegar þú ert þjálfari og ert að gefa yngri leikmönnum séns að þá er mikilvægt að þeir nýti mínúturnar.“

„Þeir sönnuðu það fyrir þjálfaranum að þeir séu þess verðugir að vera þarna og þeir eigi að vera fá mínútur í svona leikjum. Það er gott fyrir þjálfarann að fá svoleiðis.“

Ágúst Jóhannsson, hinn spekingur þáttarins, tók í svipaðan streng.

„Við sáum Gunna í viðtalinu að hann var að tala um að það hafi verið einhverjir leikmenn sem voru að skora sín fyrstu mörk. Hann var hálf meyr kallinn. Maður beið eftir því að hann myndi brotna niður,“ sagði Ágúst á sínum léttu nótum.

Allt innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Allir skoruðu hjá Haukum

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.