Viðskipti innlent

Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir.
Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. Fréttablaðið/Eyþór

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, eins fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. RÚV greinir frá.

Landsréttur hafði áður dæmt Gísla 2,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en hann höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum.

Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi.

Í málskotsbeiðni Gísla til Hæstaréttar, sem lesa má á vef Hæstaréttar, kemur fram að hann telji að úrslit málsins munu hafa verulegt almennt gildi, ekki síst hvað varði mörk leyfilegar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum en um slíkt sé ekki að finna fordæmi í dómum Hæstaréttar.

Þá reyni einnig á í málinu við hvaða aðstæður megi dæma bætur, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.

Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem málskotsbeiðnin er byggð á, féllst Hæstiréttur því á málskotsbeiðni Gísla.


Tengdar fréttir

Vísað frá dómi

Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara.

Bætur vegna Aserta-málsins

Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmt til að greiða Gísla Reynissyni, fyrrverandi starfsmanni Straums fjárfestingabanka, 1,4 milljónir króna í bætur vegna rannsóknaraðgerða í Aserta-málinu svokallaða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.