Viðskipti innlent

Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir.
Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. Fréttablaðið/Eyþór
Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, eins fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. RÚV greinir frá.Landsrétturhafði áður dæmt Gísla 2,5 milljónirí skaðabætur vegna málsins en hann höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum.Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi.Í málskotsbeiðni Gísla til Hæstaréttar,sem lesa má á vef Hæstaréttar, kemur fram að hann telji að úrslit málsins munu hafa verulegt almennt gildi, ekki síst hvað varði mörk leyfilegar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum en um slíkt sé ekki að finna fordæmi í dómum Hæstaréttar.Þá reyni einnig á í málinu við hvaða aðstæður megi dæma bætur, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem málskotsbeiðnin er byggð á, féllst Hæstiréttur því á málskotsbeiðni Gísla.


Tengdar fréttir

Bætur vegna Aserta-málsins

Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmt til að greiða Gísla Reynissyni, fyrrverandi starfsmanni Straums fjárfestingabanka, 1,4 milljónir króna í bætur vegna rannsóknaraðgerða í Aserta-málinu svokallaða.

Vísað frá dómi

Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.