Körfubolti

Sportpakkinn: Veikur Tomsick örlagavaldurinn

Arnar Björnsson skrifar
Tomisck skoraði 44 stig gegn Þór, þ.á.m. sigurkörfuna.
Tomisck skoraði 44 stig gegn Þór, þ.á.m. sigurkörfuna. vísir/daníel
Þór hafði tapað öllum sjö leikjum sínum en það var ekki hægt að merkja það gegn bikarmeisturum Stjörnunnar í gærkvöldi.

Þór, sem skoraði aðeins 19 stig í seinni hálfleik gegn Njarðvík í leiknum á undan, byrjaði af miklum krafti. Þegar 1. leikhluta lauk var staðan 33-21 fyrir Þór og þegar seinni hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður hafði Þór skorað einu stigi meira en í leiknum gegn Njarðvík.

Pablo Hernandez Montenegro skoraði 31 stig fyrir Þór, Hansel Giovanny Atencia Suarez skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar, Jamal Marcel Palmer skilaði 19 stigum auk þess að taka tíu fráköst. Fjórði erlendi leikmaður Þórs, Mantas Virbalas skoraði 14 stig. Fjórmenningarnir skiluðu því 87 stigum samtals.

Þegar síðasti leikhlutinn byrjaði var Þór með sjö stiga forystu. Stjörnumaðurinn Nikolas Tomsick var veikur og kastaði upp í hálfleik. Hann var greinilega búinn að jafna sig þegar lokafjórðungurinn hófst. Hann skoraði fimm þriggja stiga körfur í leikhlutanum og alls 18 af 44 stigum sínum.

Þór hélt forystunni en Tomsick saxaði jafnt og þétt á hana. Hann kom Stjörnunni einu stigi yfir þegar 15,4 sekúndur voru eftir og fékk vítaskot að auki og skyndilega var Stjarnan með tveggja stiga forystu. Hansel jafnaði metin í 101-101.

Stjarnan tók leikhlé þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Ægir Þór Steinarsson kom boltanum á Tomsic sem var með Hansel Suarez í andlitinu en honum tókst að rífa sig frá honum og skora sigurkörfuna á síðasta sekúndubroti leiksins. Ótrúlegur lokakafli og líkt og sigrinum gegn Val í umferðinni á undan kom Tomsick Stjörnumönnum til bjargar.

Hann skoraði 44 stig og hitti úr ellefu af 17 þriggja stiga skotum sínum. Jamar Bala Akoh skoraði 17 stig, Kyle Johnson tólf stig og tók tólf fráköst. Hlynur Bæringsson lék með að nýju eftir meiðsli, skoraði níu stig og tók átta frákökst. Stjarnan náði með sigrinum Keflavík að stigum á toppi deildarinnar.

Klippa: Sportpakkinn: Tomsick
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×