Körfubolti

Segir Baldur ná fram hlutum sem Israel Martin náði ekki: „Þetta eru sveitamenn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tindastóll hefur verið á flottu skriði í Dominos-deild karla að undanförnu.

Baldur Þór Ragnarsson tók við Tindastóls-liðinu í sumar af Israel Martin og er liðið nú öðru sæti deildarinnar með tólf stig. Liðið hafði betur gegn Fjölni á fimmtudagskvöldið.

Dominos Körfuboltakvöld fór yfir stöðuna á liði Stólanna í þætti sínum í gær.

„Áran yfir Tindastól núna er björt án þess að ég ætli að taka yfir starfið af Siggu Kling. Það er björt ára yfir Tindastól. Þjálfari liðsins er spegillinn sem speglar þetta allt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, spekingur.

„Hann er alinn þannig upp að hann talar eins og hann sér þetta. Það er það sem skiptir máli. Þetta eru sveitamenn og engin vanvirðing, ég er sveitamaður. Ég er úr Keflavík.“

„Þetta eru sveitamenn og þeir þurfa hardcore gaur. Israel Martin, með allri virðingu fyrir honum, náði þessu ekki hjá þeim.“

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×