Viðskipti erlent

Uber missir starfs­leyfið í London

Atli Ísleifsson skrifar
Uber hóf starfsemi í London síðla árs 2015.
Uber hóf starfsemi í London síðla árs 2015. Getty
Farveitan Uber hefur misst starfsleyfi sitt í bresku höfuðborginni London.Sky News greinir frá því að bresk samgönguyfirvöld telji ýmsa bresti í þjónustu veitunnar sem hafi leitt til aukinnar áhættu fyrir farþega.Uber hefur nú þrjár vikur til að áfrýja málinu og getur starfrækt þjónustuna á áfrýjunartímabilinu. Ákvörðun yfirvalda er þó talin vera mikið áfall fyrir þjónustuna.Talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að þrátt fyrir að Uber hafi brugðist við nokkrum þeim ábendingum sem þeim hafi borist, þyki ekki nóg að gert. Því hafi ekki verið talið rétt að endurnýja starfsleyfið að svo stöddu. Óásættanlegt sé að farþegar geti farið upp í Uber-bíla þar sem farþegar séu mögulega ótryggðir og ekki með starfsleyfi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,31
17
596.829
ICEAIR
2,61
9
6.646
ICESEA
2,01
2
4.834
BRIM
1,7
3
23.042
ARION
0,94
8
106.188

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,77
14
106.756
REITIR
-1,74
12
63.780
MAREL
-1,17
38
376.941
SYN
-1,02
5
1.145
EIK
-0,96
10
156.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.