Formúla 1

Honda verður með Red Bull til 2021

Bragi Þórðarson skrifar
Honda byrjaði samstarf sitt með Red Bull í vor.
Honda byrjaði samstarf sitt með Red Bull í vor. Getty

Honda hefur gefið út að fyrirtækið muni halda áfram samstarfi sínu með Red Bull Formúlu liðinu til loka ársins 2021. Óljóst var hvort fyrirtækið ætlaði að halda áfram í Formúlu 1.

Japanski vélarframleiðandinn er enn að ræða við Red Bull um tímabilið eftir 2021, en það ár verða stórar reglubreytingar í Formúlunni.

Red Bull hefur gefið Honda sinn fyrsta sigur í Formúlunni síðan framleiðandinn kom aftur í sportið árið 2015. Max Verstappen hefur alls unnið þrjár keppnir í ár og á möguleika á fjórða sigrinum í Abu Dhabi kappakstrinum um helgina.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.