Formúla 1

Honda verður með Red Bull til 2021

Bragi Þórðarson skrifar
Honda byrjaði samstarf sitt með Red Bull í vor.
Honda byrjaði samstarf sitt með Red Bull í vor. Getty
Honda hefur gefið út að fyrirtækið muni halda áfram samstarfi sínu með Red Bull Formúlu liðinu til loka ársins 2021. Óljóst var hvort fyrirtækið ætlaði að halda áfram í Formúlu 1.

Japanski vélarframleiðandinn er enn að ræða við Red Bull um tímabilið eftir 2021, en það ár verða stórar reglubreytingar í Formúlunni.

Red Bull hefur gefið Honda sinn fyrsta sigur í Formúlunni síðan framleiðandinn kom aftur í sportið árið 2015. Max Verstappen hefur alls unnið þrjár keppnir í ár og á möguleika á fjórða sigrinum í Abu Dhabi kappakstrinum um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×