Körfubolti

Sýning hjá Hard­en í öruggum sigri og vand­ræði Golden Sta­te halda á­fram | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Harden í stuði í nótt.
James Harden í stuði í nótt. vísir/getty

James Harden fór á kostum í nótt er Houston vann öruggan sigur á Chicago, 117-94, er liðin mættust í NBA-körfuboltanum í nótt.

Harden gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Magnaðar tölur hjá honum í nótt en Russel Westbrook bætti við 26 stigum.

Houston hefur farið vel af stað á leiktíðinni en liðið er með sex sigra í fyrstu níu leikjunum. Gengið hefur hins vegar verið verra hjá Chicago sem er einungis með þrjá sigra í fyrstu tíu leikjunum.

Annað lið sem er í vandræðum er Golden State Warriors. Í nótt töpuðu töpuðu þeir 114-108 fyrir Oklahoma en þetta var þriðja tap í röð og áttunda á tímabilinu í tíu leikjum.

D'Angelo Russell var stigahæstur hjá Warriors með 30 stig en Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 21 stig í jöfnu liði Oklahoma. Oklahoma með fjóra sigra í níu leikjum.

Sigurganga Boston heldur svo áfram en í nótt unnu þeir 20 stiga sigur á San Antonio, 135-115. Þetta var sjöundi sigur Boston í röð.

Öll úrslit næturinnar:
Boston - San Antonio 135-115
New Orleans - Charlotte 115-110
Houston - Chicago 117-94
Golden State - Oklahoma 108-114
Dallas - Memphis 138-122


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.