Aftursætisbílstjórinn Sigurður Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun