Þjóðin, fiskurinn og tóbakið Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. nóvember 2019 07:04 Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun