Körfubolti

Enn ein sýningin hjá Hard­en, áttundi sigur Boston í röð og hörmungar Golden Sta­te halda á­fram | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Boston menn fagna í nótt. Walker átti frábæran leik.
Boston menn fagna í nótt. Walker átti frábæran leik. vísir/getty
Sex leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. James Harden heldur áfram að fara á kostum og sigurganga Boston ætlar engan enda að taka.

James Harden skoraði 39 stig og gaf níu stoðsendingar er Houston vann sex stiga sigur á New Orleans, 122-116, en þetta var fjórði sigur Houston í röð.

Harden hefur farið frábærlega af stað á leiktíðinni og er þetta fjórði leikurinn í röð sem kappinn skorar 35 stig eða meira í einum leik. New Orleans hins vegar einungis unnið tvo af fyrstu tíu leikjunum.Sigurganga Boston virðist engan enda ætla að taka en þeir unnu í nótt áttunda sigurinn í röð og eru búnir að vinna átta af fyrstu níu leikjunum. Þeir unnu tíu stiga sigur á Dallas, 116-106.

Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 29 stig en Luka Doncic gerði 34 stig fyrir Dallas auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar.Það er allt í rugli hjá Golden State Warriors. Þeir töpuðu í nótt fjórða leiknum í röð og hafa einungis unnið tvo af fyrstu ellefu leikjunum en í nótt töpuðu þeir fyrir Utah, 122-108.

D'Angelo Russell var einu sinni sem oftar stigahæstur hjá Golden State en hann gerði 33 stig. Rudy Robert gerði 25 stig fyrir gestina.Öll úrslit næturinnar:

Minnesota - Detroit 120-114

Dallas - Boston 106-116

Memphis - San Antonio 113-109

Houston - New Orleans 122-116

Utah - Golden State 122-108

Toronto - LA Clippers 88-98NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.