Körfubolti

Enn ein sýningin hjá Hard­en, áttundi sigur Boston í röð og hörmungar Golden Sta­te halda á­fram | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Boston menn fagna í nótt. Walker átti frábæran leik.
Boston menn fagna í nótt. Walker átti frábæran leik. vísir/getty

Sex leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. James Harden heldur áfram að fara á kostum og sigurganga Boston ætlar engan enda að taka.

James Harden skoraði 39 stig og gaf níu stoðsendingar er Houston vann sex stiga sigur á New Orleans, 122-116, en þetta var fjórði sigur Houston í röð.

Harden hefur farið frábærlega af stað á leiktíðinni og er þetta fjórði leikurinn í röð sem kappinn skorar 35 stig eða meira í einum leik. New Orleans hins vegar einungis unnið tvo af fyrstu tíu leikjunum.

Sigurganga Boston virðist engan enda ætla að taka en þeir unnu í nótt áttunda sigurinn í röð og eru búnir að vinna átta af fyrstu níu leikjunum. Þeir unnu tíu stiga sigur á Dallas, 116-106.

Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 29 stig en Luka Doncic gerði 34 stig fyrir Dallas auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar.

Það er allt í rugli hjá Golden State Warriors. Þeir töpuðu í nótt fjórða leiknum í röð og hafa einungis unnið tvo af fyrstu ellefu leikjunum en í nótt töpuðu þeir fyrir Utah, 122-108.

D'Angelo Russell var einu sinni sem oftar stigahæstur hjá Golden State en hann gerði 33 stig. Rudy Robert gerði 25 stig fyrir gestina.
Öll úrslit næturinnar:
Minnesota - Detroit 120-114
Dallas - Boston 106-116
Memphis - San Antonio 113-109
Houston - New Orleans 122-116
Utah - Golden State 122-108
Toronto - LA Clippers 88-98
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.