Handbolti

Ágúst átti bestu vörsluna í Meistaradeildinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Elí varði vel þegar Sävehof bar sigurorð af Riihimäki Cocks í Meistaradeild Evrópu.
Ágúst Elí varði vel þegar Sävehof bar sigurorð af Riihimäki Cocks í Meistaradeild Evrópu. vísir/ernir

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Sävehof og íslenska landsliðsins, átti bestu vörslu 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Réttar væri að tala um vörslur í fleirtölu því Ágúst varði tvö skot í röð frá leikmönnum finnska liðsins Riihimäki Cocks í leiknum gegn Sävehof í Meistaradeildinni á laugardaginn.

Ágúst varði alls 15 skot (42%) í leiknum sem Sävehof vann, 28-22.

Fimm flottustu vörslur 7. umferðar Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér.

Ágúst Elí gekk í raðir Sävehof sumarið 2018. Liðið varð sænskur meistari á síðasta tímabili og vann sér þar með þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Sävehof er í 2. sæti C-riðils Meistaradeildarinnar með tíu stig eftir sjö umferðir, tveimur stigum á eftir Bidasoa Irun. Tvö efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.