Körfubolti

Neyðarlegt tap hjá Kentucky | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Evansville fagna í nótt.
Leikmenn Evansville fagna í nótt. vísir/getty
Ein óvæntustu úrslit í sögu bandaríska háskólakörfuboltans komu í nótt þegar hinn óþekkti skóli, Evansville, skellti stórliði Kentucky, 67-64.

Kentucky er númer 1 á styrkleikalista AP og var spáð 25 stiga sigri hjá veðbönkum. Kraftaverkin gerast enn í íþróttum og það sannaðist í nótt.

Litli skólinn Evansville lék við hvurn sinn fingur undir stjórn Walter McCarthy sem var stjarna hjá Kentucky á sínum tíma.

„Það toppar þetta ekkert nema kannski að vinna sjálfan meistaratitilinn,“ sagði McCarthy himinlifandi eftir kraftaverkið en hann vann þann stóra er hann spilaði með Kentucky.

Eins og við mátti búast var fögnuðurinn gífurlegur í klefa Evansville eftir leik.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.