Sport

Kaepernick fær að sanna sig fyrir NFL-liðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaepernick er orðinn 32 ára gamall og gætu fengið tækifæri aftur í NFL-deildinni.
Kaepernick er orðinn 32 ára gamall og gætu fengið tækifæri aftur í NFL-deildinni. vísir/getty
Á laugardaginn er búið að boða til sérstakrar æfingar hjá leikstjórnandanum Colin Kaepernick þar sem hann fær að sanna fyrir þjálfurum og eigendum að hann eigi enn erindi í deildina.Æfingin mun fara fram í Atlanta og það er NFL-deildin sem stendur fyrir uppákomunni. Kaepernick mun sýna hæfileika sína og einnig ræða við þau félög sem það vilja.Kaepernick hefur ekki spilað í að verða þrjú ár. Hann hefur þó æft fimm sinnum í viku allan þennan tíma. Þessi æfing er væntanlega hluti af samkomulagi hans við deildina en aðilar náðu sáttum í máli hans gegn deildinni þar sem hann hélt því fram að eigendur liðanna hefðu gert samkomulag um að semja ekki við sig.Leikstjórnandinn hætti hjá San Francisco 49ers eftir leiktíðina 2016 og hefur ekki fengið samningstilboð síðan þó svo hann sé augljóslega mun betri en margir aðrir í hans stöðu í deildinni.Kaepernick hefur verið í mikilli réttindabaráttu utan vallar síðustu ár sem er sögð vera ástæðan fyrir því að liðin vilja ekki koma nálægt honum. Spurning hvort það breytist eftir helgina.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.