Veitir samþykki fyrir stóru hóteli í Þjórsárdal Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2019 13:45 Ætlunin er að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40-45 herbergi eða um hundrað gesti. vísir/vilhelm/BASALT ARKITEKTAR Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ætlunin sé að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40 – 45 herbergi eða um hundrað gesti. „Mannvirkin eiga að vera felld að landslagi á smekklegan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og litasamsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verða fergjuð með efni af staðnum og valdir litir og efni í samræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, einkum útilýsing. Þetta er í samræmi við leiðarljós sem fram koma í stefnu sem forsætisráðuneytið hefur sett um það hvernig standa skuli að uppbyggingu mannvirkja innan þjóðlendna. Einkum að virðing skuli borin fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hefur ráðuneytið í samskiptum sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem boðið verður upp á á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Á það við um aðgengi að baðaðstöðu, veitingaþjónustu og gistiaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.BASALT ARKITEKTARViðkvæmt svæði Í frétt Vísis frá í maí á síðasta ári segir að verkefnið sé í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Sagði Magnús Orri að umgengni myndi miklu skipta á svæðinu .„Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“ Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ætlunin sé að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40 – 45 herbergi eða um hundrað gesti. „Mannvirkin eiga að vera felld að landslagi á smekklegan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og litasamsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verða fergjuð með efni af staðnum og valdir litir og efni í samræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, einkum útilýsing. Þetta er í samræmi við leiðarljós sem fram koma í stefnu sem forsætisráðuneytið hefur sett um það hvernig standa skuli að uppbyggingu mannvirkja innan þjóðlendna. Einkum að virðing skuli borin fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hefur ráðuneytið í samskiptum sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem boðið verður upp á á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Á það við um aðgengi að baðaðstöðu, veitingaþjónustu og gistiaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.BASALT ARKITEKTARViðkvæmt svæði Í frétt Vísis frá í maí á síðasta ári segir að verkefnið sé í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Sagði Magnús Orri að umgengni myndi miklu skipta á svæðinu .„Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00