Viðskipti innlent

Björgólfur Jóhannsson í leyfi hjá Íslandsstofu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgólfur Jóhansson (til vinstri) hefur tekið við sem forstjóri Samherja á meðan málið sem kennt er við Samherjaskjölin er til skoðunar. Hér er Björgólfur með fráfarandi forstjóranum Þorsteini Má Baldvinssyni, einum stærsta eiganda Samherja.
Björgólfur Jóhansson (til vinstri) hefur tekið við sem forstjóri Samherja á meðan málið sem kennt er við Samherjaskjölin er til skoðunar. Hér er Björgólfur með fráfarandi forstjóranum Þorsteini Má Baldvinssyni, einum stærsta eiganda Samherja. Vísir/SigurjónÓ

Björgólfur Jóhannsson, sem í morgun var tilkynnt um að tæki við stöðu forstjóra Samherja eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar, mun láta tímabundið af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu.

Þorsteinn Már stígur tímabundið til hliðar hjá Samherja þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir samkvæmt tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í morgun. Björgólfur hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Íslandsstofu síðan haustið 2018.

Stofnunin hefur beinlínis það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Ísland á erlendri grundu, „sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er,“ líkt og segir meðal annars í stefnulýsingu stofnunarinnar.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Björgólfur Jóhannsson hafi tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. „Hildur Árnadóttir er varaformaður stjórnar Íslandsstofu og hefur tekið við hlutverki formanns og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, sem er varamaður í stjórn Íslandsstofu, mun taka sæti í stjórninni í fjarveru Björgólfs,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.

Forsætisráðherra hefur sagt að mál Samherja geti farið illa með orðspor Íslands.

„Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.


Tengdar fréttir

Þorsteinn Már stígur til hliðar

Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.

Útnefndur tengiliður Samherja þögull

Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.