Körfubolti

Rekinn eftir tap fyrir Martin og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Argiris Pedoulakis var látinn taka pokann sinin
Argiris Pedoulakis var látinn taka pokann sinin vísir/Getty
Gríska körfuboltastórveldið Panathinaikos rak í dag þjálfara sinn, degi eftir tap fyrir Martin Hermannssyni og félögum.

Alba Berlin með Martin innanborðs vann sigur á Panathinaikos í tvíframlengdum leik í EuroLeague í gærkvöld.

Það tap var síðasta stráið hjá stjórn Panathinaikos, en um síðustu helgi datt liðið út í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í Grikklandi.

Því var þjálfarinn, Argiris Pedoulakis, látinn fara. Aðstoðarmaður hans, Giorgos Vovoras, mun taka við liðinu.

Pedoulakis tók við Panathinaikos í sumar, en hann var þá að taka við liðinu í þriðja skipti. Hann stýrði liðinu til gríska meistaratitilsins árið 2013.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.