Körfubolti

Rekinn eftir tap fyrir Martin og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Argiris Pedoulakis var látinn taka pokann sinin
Argiris Pedoulakis var látinn taka pokann sinin vísir/Getty

Gríska körfuboltastórveldið Panathinaikos rak í dag þjálfara sinn, degi eftir tap fyrir Martin Hermannssyni og félögum.

Alba Berlin með Martin innanborðs vann sigur á Panathinaikos í tvíframlengdum leik í EuroLeague í gærkvöld.

Það tap var síðasta stráið hjá stjórn Panathinaikos, en um síðustu helgi datt liðið út í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í Grikklandi.

Því var þjálfarinn, Argiris Pedoulakis, látinn fara. Aðstoðarmaður hans, Giorgos Vovoras, mun taka við liðinu.

Pedoulakis tók við Panathinaikos í sumar, en hann var þá að taka við liðinu í þriðja skipti. Hann stýrði liðinu til gríska meistaratitilsins árið 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.