Viðskipti innlent

Mats­fyrir­tækið S&P Global Ratings stað­festi láns­hæfis­ein­kunnir ríkis­sjóðs

Eiður Þór Árnason skrifar
Moody's hækkaði í síðustu viku þak á skuldum og innstæðum í innlendri mynt úr A1 í Aa3.
Moody's hækkaði í síðustu viku þak á skuldum og innstæðum í innlendri mynt úr A1 í Aa3. Fréttablaðið/Stefán
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með lítils háttar samdrætti á yfirstandandi ári vegna samdráttar í komum ferðamanna til landsins, en að hagvöxtur taki við sér á ný frá og með 2020.

Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Jafnframt er viðnámsþróttur hagkerfisins bæði á sviði ríkisfjármála sem og í ytri stöðu þjóðarbúsins sagður traustur í tilkynningu frá matsfyrirtækinu.

„Einkunnin tekur einnig mið af sterkri stöðu ríkisfjármála eftir verulega niðurgreiðslu skulda á undanförnum árum og takmörkuðum sveigjanleika peningastefnunnar, sem þó er tekið fram að hafi aukist eftir losun fjármagnshafta,“ segir í frétt stjórnarráðsins.

Vika er síðan að Matsfyrirtækið Moody‘s hækkaði lánshæfismat ríkissjóðs. Matsfyrirtækið hækkaði lánshæfiseinkunnina um eitt þrep í A2 úr A3 og segir horfur hér á landi vera stöðugar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×