Viðskipti innlent

Mats­fyrir­tækið S&P Global Ratings stað­festi láns­hæfis­ein­kunnir ríkis­sjóðs

Eiður Þór Árnason skrifar
Moody's hækkaði í síðustu viku þak á skuldum og innstæðum í innlendri mynt úr A1 í Aa3.
Moody's hækkaði í síðustu viku þak á skuldum og innstæðum í innlendri mynt úr A1 í Aa3. Fréttablaðið/Stefán

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með lítils háttar samdrætti á yfirstandandi ári vegna samdráttar í komum ferðamanna til landsins, en að hagvöxtur taki við sér á ný frá og með 2020.

Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Jafnframt er viðnámsþróttur hagkerfisins bæði á sviði ríkisfjármála sem og í ytri stöðu þjóðarbúsins sagður traustur í tilkynningu frá matsfyrirtækinu.

„Einkunnin tekur einnig mið af sterkri stöðu ríkisfjármála eftir verulega niðurgreiðslu skulda á undanförnum árum og takmörkuðum sveigjanleika peningastefnunnar, sem þó er tekið fram að hafi aukist eftir losun fjármagnshafta,“ segir í frétt stjórnarráðsins.

Vika er síðan að Matsfyrirtækið Moody‘s hækkaði lánshæfismat ríkissjóðs. Matsfyrirtækið hækkaði lánshæfiseinkunnina um eitt þrep í A2 úr A3 og segir horfur hér á landi vera stöðugar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.