Samgöngusáttmálinn og samstaðan í þágu íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 18. nóvember 2019 07:30 Ánægjulegt var að finna þann meðbyr sem hugmyndir Viðreisnar nutu á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór nýverið. Hugmyndir um gagnsæi og lýðræði, þar sem samtal bæjarfulltrúa þvert á flokka er styrkt á vettvangi samtakanna með það að markmiði að styðja við og ná fram frekari framþróun á þessu mikilvæga svæði, þar sem þorri landsmanna velur sér búsetu. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru miklir og mikilvægir fyrir vaxandi íbúabyggð, sem vill og þarf að vera samkeppnishæf jafnt innanlands sem utan. Samgöngumál er eitt stærsta málið sem sameinar okkur, á því leikur enginn vafi. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu veljum okkur búsetu út frá ólíkum forsendum. Þjónusta við börn skiptir barnafjölskyldur óneitanlega mjög miklu máli, skólaval, íþrótta- og tómstundastarf sem styður við þroska barna er þar í forgrunni á meðan fjarlægðin að heiman til vinnu skiptir aðra meira máli, enda tíminn dýrmætur fyrir okkur öll. Þá skipta almenningssamgöngur gríðarlega miklu máli. Sumir nýta þær nú þegar. Aðrir velja einkabílinn sem sinn samgöngumáta, en eru fúsir til að velja almenningssamgöngur, ef þær mæta þörfum þeirra. Því er það mikið fagnaðarefni þegar ólík sjónarmið og áherslur hvað varðar samgöngur ná saman í heildstæðri leið sem mun auka lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu til muna. Þá er vert að nefna sérstaklega hversu mikilvægt það er að okkur hafi tekist að sýna framsýni í ákvörðunum, með hag kynslóðanna sem á eftir koma í forgrunni. Breyttar samgönguvenjur ungs fólks eru staðreynd og þá þróun má ekki vanmeta. Fleiri en nokkru sinni velja hjólreiðar sem samgöngumáta. Hjólastígar hafa þegar fengið meira rými og haldið verður áfram að styðja við þann valkost til samgangna. Ungu fólki verður sem betur fer sífellt meira umhugað um umhverfismál. Það sér í hendi sér að það sjálft verði að bregðast við og spyrna við fótum. Loftslagsbreytingar eru þegar staðreynd, en ekki vandi komandi kynslóða. Því skiptir öllu máli að viðhorf ungs fólks séu endurspegluð í ákvarðanatöku í jafn stóru máli og framtíðarskipan almenningssamgangna er.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ánægjulegt var að finna þann meðbyr sem hugmyndir Viðreisnar nutu á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór nýverið. Hugmyndir um gagnsæi og lýðræði, þar sem samtal bæjarfulltrúa þvert á flokka er styrkt á vettvangi samtakanna með það að markmiði að styðja við og ná fram frekari framþróun á þessu mikilvæga svæði, þar sem þorri landsmanna velur sér búsetu. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru miklir og mikilvægir fyrir vaxandi íbúabyggð, sem vill og þarf að vera samkeppnishæf jafnt innanlands sem utan. Samgöngumál er eitt stærsta málið sem sameinar okkur, á því leikur enginn vafi. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu veljum okkur búsetu út frá ólíkum forsendum. Þjónusta við börn skiptir barnafjölskyldur óneitanlega mjög miklu máli, skólaval, íþrótta- og tómstundastarf sem styður við þroska barna er þar í forgrunni á meðan fjarlægðin að heiman til vinnu skiptir aðra meira máli, enda tíminn dýrmætur fyrir okkur öll. Þá skipta almenningssamgöngur gríðarlega miklu máli. Sumir nýta þær nú þegar. Aðrir velja einkabílinn sem sinn samgöngumáta, en eru fúsir til að velja almenningssamgöngur, ef þær mæta þörfum þeirra. Því er það mikið fagnaðarefni þegar ólík sjónarmið og áherslur hvað varðar samgöngur ná saman í heildstæðri leið sem mun auka lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu til muna. Þá er vert að nefna sérstaklega hversu mikilvægt það er að okkur hafi tekist að sýna framsýni í ákvörðunum, með hag kynslóðanna sem á eftir koma í forgrunni. Breyttar samgönguvenjur ungs fólks eru staðreynd og þá þróun má ekki vanmeta. Fleiri en nokkru sinni velja hjólreiðar sem samgöngumáta. Hjólastígar hafa þegar fengið meira rými og haldið verður áfram að styðja við þann valkost til samgangna. Ungu fólki verður sem betur fer sífellt meira umhugað um umhverfismál. Það sér í hendi sér að það sjálft verði að bregðast við og spyrna við fótum. Loftslagsbreytingar eru þegar staðreynd, en ekki vandi komandi kynslóða. Því skiptir öllu máli að viðhorf ungs fólks séu endurspegluð í ákvarðanatöku í jafn stóru máli og framtíðarskipan almenningssamgangna er.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun