Handbolti

Uppselt á fyrsta leik Íslands á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sérsveitin verður væntanlega í góðu stuði í Malmö í janúar.
Sérsveitin verður væntanlega í góðu stuði í Malmö í janúar. vísir/bára

Gengið hefur vel að selja miða á leiki á Evrópumóti karla í handbolta 2020. Austurríki, Noregur og Svíþjóð halda mótið í sameiningu.

Nú þegar er uppselt á nokkra leiki á EM, m.a. leik heimsmeistara Dana og Íslendinga í Malmö 11. janúar. Þetta er fyrsti leikurinn í E-riðli.

Malmö Arena, þar sem allir leikirnir í E-riðli fara fram, er næststærsta höll í Svíþjóð á eftir Ericsson Globe í Stokkhólmi. Hún tekur tæplega 13.000 manns í sæti.

Milliriðill 2 fer einnig fram í Malmö. Í honum verða væntanlega Danmörk, Svíþjóð og Noregur og því má búast við miklum fjölda áhorfenda á leikjunum í milliriðlinum.

Auk Íslands og Danmerkur eru Ungverjaland og Rússland í E-riðli. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.