Danir á EM og Ítalía skoraði níu | Öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir fagna.
Danirnir fagna. vísir/getty
Danmörk tryggði sér í kvöld sæti á EM 2020, sem fer meðal annars fram í Kaupmannahöfn, en þetta varð klárt eftir 1-1 jafntefli gegn Írlandi á útivelli.Danmörk þurfti bara jafntefli og Martin Braithwaite kom þeim yfir á 73. mínútu. Matt Doherty jafnaði á 85. mínútu en þeir dönsku héldu út.Í sama riðli vann Sviss 6-1 sigur á Gíbraltar og Sviss vinnur því riðilin. Dannmörk er stigi á eftir Sviss en í 3. sætinu er Írland. Danirnir fá að minnsta kosti tvo leiki á heimavelli næsta sumar.

Ítalía gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í 9-1 sigri á Armenía. Ciro Immobile og Nicolo Zaniolo gerðu tvö mörk og þeir Nicolo Barella, Jorginho, Riccardo Orsolini, Alessio Romagnoli og Federico Chiesa gerðu eitt mark hver.

 

Í sama riðli unnu Grikkir 2-1 sigur á Finnum í þýðingalausum leik þar sem Finnarnir voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leik kvöldsins.

Helgi Kolviðsson og lærisveinar töpuðu 3-0 fyrir Bosníu og Hersegóvínu á heimavelli. Liechtenstein endar á botni riðilsins með tvö stig.Lars Lagerback og lærisveinar unnu 2-1 sigur á Möltu, Svíþjóð vann 3-0 sigur á Færeyjum og Spánn vann fimm marka sigur á Rúmeníu, 5-0. Fabian, Gerard Moreno, Alvaro Morata, Mikel Oyarzabal og sjálfsmark tryggðu Spáni sigur.Öll úrslit kvöldsins:

D-riðill:

Gíbraltar - Sviss 1-6

Írland - Danmörk 1-1F-riðill:

Malta - Noregur 1-2

Spánn - Rúmenía 5-0

Svíþjóð - Færeyjar 3-0J-riðill:

Grikkland - Finnland 2-1

Italia - Armenía 9-1

Liechtenstein - Bosnía og Hersegóvína 0-3

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.