En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Þjóðskrá, að skrásetja skyldi alla Íslendinga Siggeir F. Ævarsson skrifar 19. nóvember 2019 08:30 Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skattar og tollar Trúmál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar