Golf

McIlroy með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á heimsmótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ef McIlroy vinnur heimsmótið verður það fjórði sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár.
Ef McIlroy vinnur heimsmótið verður það fjórði sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár. vísir/getty

Rory McIlroy er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi í Sjanghaí í Kína.

McIlroy hefur leikið alla þrjá hringina á fimm höggum undir pari og er samtals á 15 höggum undir pari. Norður-Írinn tapaði ekki höggi á þriðja hringnum í gær.


Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku er annar á 14 höggum undir pari. Hann lék manna best á þriðja hringnum þar sem hann fékk níu fugla. Hann lyfti sér upp úr 8. sætinu í það annað.

Englendingurinn Matthew Fitzpatrick, sem var efstur eftir fyrstu tvo hringina, og Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele eru jafnir í 3. sæti á 13 höggum undir pari. Schauffele vann heimsmótið í fyrra og á því titil að verja.

Heimsmótið í golfi fór fyrst fram 2005. Phil Mickelson er sá eini sem hefur unnið það oftar en einu sinni.

Bein útsending frá lokahring heimsmótsins hefst klukkan 02:30 eftir miðnætti á Stöð 2 Golf.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.