Golf

McIlroy með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á heimsmótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ef McIlroy vinnur heimsmótið verður það fjórði sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár.
Ef McIlroy vinnur heimsmótið verður það fjórði sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár. vísir/getty
Rory McIlroy er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi í Sjanghaí í Kína.McIlroy hefur leikið alla þrjá hringina á fimm höggum undir pari og er samtals á 15 höggum undir pari. Norður-Írinn tapaði ekki höggi á þriðja hringnum í gær.Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku er annar á 14 höggum undir pari. Hann lék manna best á þriðja hringnum þar sem hann fékk níu fugla. Hann lyfti sér upp úr 8. sætinu í það annað.Englendingurinn Matthew Fitzpatrick, sem var efstur eftir fyrstu tvo hringina, og Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele eru jafnir í 3. sæti á 13 höggum undir pari. Schauffele vann heimsmótið í fyrra og á því titil að verja.Heimsmótið í golfi fór fyrst fram 2005. Phil Mickelson er sá eini sem hefur unnið það oftar en einu sinni.Bein útsending frá lokahring heimsmótsins hefst klukkan 02:30 eftir miðnætti á Stöð 2 Golf.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.