Handbolti

Kasumovic farinn frá KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kasumovic skoraði 30 mörk fyrir KA á þessu tímabili.
Kasumovic skoraði 30 mörk fyrir KA á þessu tímabili. vísir/bára

Bosníska skyttan Tarik Kasumovic er farinn frá KA. Félagið nýtti sér riftunarákvæði í samningi hans vegna fjárhagsástæðna. Þetta staðfesti Jónatan Magnússon, annar þjálfara KA, í samtali við Vísi.

Kasumovic var næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildar karla á síðasta tímabili með 137 mörk.

Hann hefur ekki náð sér jafn vel á strik á þessu tímabili. Kasumovic hefur skorað 30 mörk og er aðeins með 44,8% skotnýtingu.

KA er í 9. sæti deildarinnar með fimm stig.

KA sækir Fram heim í leik sem hefst klukkan 16:00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.