Handbolti

Kasumovic farinn frá KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kasumovic skoraði 30 mörk fyrir KA á þessu tímabili.
Kasumovic skoraði 30 mörk fyrir KA á þessu tímabili. vísir/bára
Bosníska skyttan Tarik Kasumovic er farinn frá KA. Félagið nýtti sér riftunarákvæði í samningi hans vegna fjárhagsástæðna. Þetta staðfesti Jónatan Magnússon, annar þjálfara KA, í samtali við Vísi.Kasumovic var næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildar karla á síðasta tímabili með 137 mörk.Hann hefur ekki náð sér jafn vel á strik á þessu tímabili. Kasumovic hefur skorað 30 mörk og er aðeins með 44,8% skotnýtingu.KA er í 9. sæti deildarinnar með fimm stig.KA sækir Fram heim í leik sem hefst klukkan 16:00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.