Mikil þörf á að rannsaka streitu og kulnun í samfélaginu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 18:30 Gyða Dröfn Tryggvadóttir lýðheilsufræðingur segir mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og kulnun í samfélaginu og það þurfi einnig að rannsaka málið af meiri festu, Lýðheilsufræðingur segir afar mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og það þurfi að rannsaka hana af meiri alvöru í samfélaginu. Það að vera í of mikilli streitu í langan tíma getur valdið fjöldann allan af líkamlegum og andlegum einkennum samkvæmt samantekt slysa-og bráðalæknis. Sálfræðingur sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að kulnun og örmögnun virðist vera að aukast meðal landans. Það taki um eitt til þrjú ár að ná sér. Þá sagði ungur læknir frá því í gær að hann hefði glímt við kulnun og það hefði komið á óvart hversu hratt einkenni hennar hefði þróast og hversu langan tíma tæki að ná sér. Loks hafa rannsóknir sýnt að sjö af hverjum tíu læknum hér á landi telja sig vera undir of miklu álagi í störfum sínum. Ráðstefna um streitu fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina og er þetta önnur ráðstefnan um efnið á stuttum tíma. Uppselt var á viðburðinn og segja skipuleggjendur mikla þörf fyrir í fræðslu um streitu. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er ein þeirra. „Þörfin er greinilega svo mikið að við þurftum að halda ráðstefnu númer tvö og mér sýnist stefna í ráðstefnu númer þrjú. Það er gott en það segir okkur líka að það er tilefni til að skoða þessi mál af ennþá meiri alvöru í samfélaginu,“ segir Gyða. Hún segir marga þætti valda því að fólk finni fyrir einkennum of mikillar streitu eða kulnunar. „Við þurfum að skoða þetta heildrænt og það er það sem við höfum einmitt séð hjá þeim sem hafa haldið erindi á ráðstefnunum, þetta eru margir þættir sem spila inní ástandið. Eitt af því sem ég hef skoðað eru samskipti en það hvernig við ölumst upp og hvernig æskan okkar er mótar okkur og stundum er fólk að burðast með bagga sem veldur því svo að samskipti verða erfiðari og það verður mun viðkvæmara fyrir álagsþáttum í lífinu,“ segir Gyða. Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir var meðal þeirra sem sagði frá einkennum ofurálags á ráðstefnunni og þar kom fram að einkennin séu af margvíslegum toga. Þannig geta líkamleg einkenni verið hjartsláttartruflanir, höfuð-og eða magaverkir og bæling ónæmiskerfist og andleg einkenni geta verið minnis-og eða svefntruflanir og kvíði og eða þunglyndi.Of mikil streita of lengiLíkamleg einkenniÖrari hjartsláttur, hjartsláttartruflunHækkaður blóðþrýstingurÖrari öndun, andvörpMagaverkur, ristilkrampiHöfuðverkurBreyting á matarlystþurr í munni, lakari meltingÞyngdartap/aukningNiðurgangurTíð þvaglátVerkirBæling ónæmiskerfisAukning á sýkingum og sjúkdómumKyndeyfð. Minnkuð frjósemiOf mikil streita of lengiAndleg einkenniSkerðir einbeitingu, þokusjónTruflar minniTorveldar ákvarðanatökuErfiðara að ljúka verkefnumÓskipulagViðkvæmniEykur alhæfingar, pirring og reiðiÞreytaSvefntruflanirKulnun í lífi og starfiKvíði og þunglyndi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Lýðheilsufræðingur segir afar mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og það þurfi að rannsaka hana af meiri alvöru í samfélaginu. Það að vera í of mikilli streitu í langan tíma getur valdið fjöldann allan af líkamlegum og andlegum einkennum samkvæmt samantekt slysa-og bráðalæknis. Sálfræðingur sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að kulnun og örmögnun virðist vera að aukast meðal landans. Það taki um eitt til þrjú ár að ná sér. Þá sagði ungur læknir frá því í gær að hann hefði glímt við kulnun og það hefði komið á óvart hversu hratt einkenni hennar hefði þróast og hversu langan tíma tæki að ná sér. Loks hafa rannsóknir sýnt að sjö af hverjum tíu læknum hér á landi telja sig vera undir of miklu álagi í störfum sínum. Ráðstefna um streitu fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina og er þetta önnur ráðstefnan um efnið á stuttum tíma. Uppselt var á viðburðinn og segja skipuleggjendur mikla þörf fyrir í fræðslu um streitu. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er ein þeirra. „Þörfin er greinilega svo mikið að við þurftum að halda ráðstefnu númer tvö og mér sýnist stefna í ráðstefnu númer þrjú. Það er gott en það segir okkur líka að það er tilefni til að skoða þessi mál af ennþá meiri alvöru í samfélaginu,“ segir Gyða. Hún segir marga þætti valda því að fólk finni fyrir einkennum of mikillar streitu eða kulnunar. „Við þurfum að skoða þetta heildrænt og það er það sem við höfum einmitt séð hjá þeim sem hafa haldið erindi á ráðstefnunum, þetta eru margir þættir sem spila inní ástandið. Eitt af því sem ég hef skoðað eru samskipti en það hvernig við ölumst upp og hvernig æskan okkar er mótar okkur og stundum er fólk að burðast með bagga sem veldur því svo að samskipti verða erfiðari og það verður mun viðkvæmara fyrir álagsþáttum í lífinu,“ segir Gyða. Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir var meðal þeirra sem sagði frá einkennum ofurálags á ráðstefnunni og þar kom fram að einkennin séu af margvíslegum toga. Þannig geta líkamleg einkenni verið hjartsláttartruflanir, höfuð-og eða magaverkir og bæling ónæmiskerfist og andleg einkenni geta verið minnis-og eða svefntruflanir og kvíði og eða þunglyndi.Of mikil streita of lengiLíkamleg einkenniÖrari hjartsláttur, hjartsláttartruflunHækkaður blóðþrýstingurÖrari öndun, andvörpMagaverkur, ristilkrampiHöfuðverkurBreyting á matarlystþurr í munni, lakari meltingÞyngdartap/aukningNiðurgangurTíð þvaglátVerkirBæling ónæmiskerfisAukning á sýkingum og sjúkdómumKyndeyfð. Minnkuð frjósemiOf mikil streita of lengiAndleg einkenniSkerðir einbeitingu, þokusjónTruflar minniTorveldar ákvarðanatökuErfiðara að ljúka verkefnumÓskipulagViðkvæmniEykur alhæfingar, pirring og reiðiÞreytaSvefntruflanirKulnun í lífi og starfiKvíði og þunglyndi
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira