Er jafnrétti í þínu fundarherbergi? Ragnheiður Aradóttir skrifar 4. nóvember 2019 12:30 Á Íslandi ríkir eitthvert mesta jafnrétti sem fyrir finnst í heiminum enda Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það ber vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi í samanburði við önnur lönd, en staðfestir þó alls ekki að jafnrétti hafi náðst í okkar samfélagi. Fjölbreytileiki í háskólanámi er meiri en áður og hefur í raun snúist við á s.l. 50 árum. Það er horft til Íslands víða að úr heiminum og í síðustu viku birti Washington Post athyglisverða grein sem kom inn á stöðu okkar í þessum málum og þá staðreynd að tveir af hverjum þremur nemendum í háskólanámi eru konur. Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti. Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand. Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar. Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir eitthvert mesta jafnrétti sem fyrir finnst í heiminum enda Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það ber vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi í samanburði við önnur lönd, en staðfestir þó alls ekki að jafnrétti hafi náðst í okkar samfélagi. Fjölbreytileiki í háskólanámi er meiri en áður og hefur í raun snúist við á s.l. 50 árum. Það er horft til Íslands víða að úr heiminum og í síðustu viku birti Washington Post athyglisverða grein sem kom inn á stöðu okkar í þessum málum og þá staðreynd að tveir af hverjum þremur nemendum í háskólanámi eru konur. Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti. Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand. Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar. Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun