Körfubolti

Fyrsta tap 76ers kom í Phoenix

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ricky Rubio var öflugur í nótt
Ricky Rubio var öflugur í nótt vísir/getty

Sex leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og það dró til tíðinda í Phoenix þar sem Philadelphia 76ers var í heimsókn.

Devin Booker átti frábæran leik hjá heimamönnum í Suns þar sem hann skoraði 40 stig í fimm stiga sigri, 114-109, en þetta var fyrsta tap 76ers á leiktíðinni. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio átti sömuleiðis góðan leik með 21 stig og 10 stoðsendingar en Al Horford (32 stig) fór fyrir Sixers í fjarveru Joel Embiid sem tók út leikbann.

Annar stórleikur var í Minnesota þar sem Milwaukee Bucks var í heimsókn hjá Timberwolves. Þar stal Giannis Antetokounmpo senunni með 34 stig og 15 fráköst í öruggum sigri gestanna, 106-134. Bæði lið búin að tapa tveimur leikjum á tímabilinu.

Þá vann Golden State Warriors sinn annan leik á leiktíðinni sem heyrir til tíðinda enda með arfaslakt lið þar sem Steph Curry, Klay Thompson, Draymond Green og D´Angelo Russell eru allir fjarverandi. Þrátt fyrir það unnu Warriors níu stiga sigur á Portland TrailBlazers, 127-118.

Úrslit næturinnar


Washington Wizards 115-99 Detroit Pistons
Brooklyn Nets 135-125 New Orleans Pelicans
Memphis Grizzlies 100-107 Houston Rockets
Minnesota Timberwolves 106-134 Milwaukee Bucks
Phoenix Suns 114-109 Philadelphia 76ers
Golden State Warriors 127-118 Portland TrailBlazers

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.